Arguineguín

Dorado Beach er 3ja stjörnu gisting, staðsett alveg við sjávarsíðuna í bænum Arguineguín á suðurhluta Gran Canaria. 15 mínútna akstur er niður á Ensku ströndina, Playa del Inglés svæðið.

GISTING 

Herbergin á hótelinu eru rúmgóð og flest öll með sjávarsýn, svalir, ísskáp, öryggishólf (aukagjald) sjónvarpi með gervihnattarásum, og fríu interneti. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er að finna fallega heilsulind og prýðilega líkamsræktaraðstöðu ásamt sólbaðsaðstöðu á þaki hótels þar sem gestir njóta útsýnis yfir Atlantshafið. 

VEITINGASTAÐUR 

Hótelið er með "allt Innifalið" hlaðborð og Mirador barinn sem er opinn frá kl. 18.00 23.00

FYRIR BÖRNIN 

Leiksvæði og skemmtun er á diskóteki hótelsins frá kl. 18.00 - 23.00 fyrir alla aldurshópa

STAÐSETNING 

Arguineguín er skemmtilegur fiskimannabær á syðsta hluta eyjunnar. Þar er að finna litla strönd og skemmtilega stemmingu.  

AÐBÚNAÐUR 

Útisundlaug 

Nuddpottur 

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður og bar

Diskótek -  fyrir alla aldurshópa

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. los Canarios, 1, 35120 Arguineguin, Las Palmas, Spain

Kort