Maspalomas

Cordial Sandy golf er 1 stjörnu smáhýsi staðsett í gamla ferðabænum Maspalomas á suðurhluta Gran Canaria rétt hjá Ensku ströndinni Playa del Ingles.

Hótelið er aðeins í nokkra mínútna fjarlægð frá verslunarmiðstöðinni Faro, stutt er á golfvöllinn og aðeins 2 km. að friðlandinu Dunas Maspalomas

GISTING 

Skemmtilega uppbyggð smáhýsi (Bungalows) með gróðursælum garði og skemmtilegu opnu svæði fyrir miðju. Smáhúsin er einföld, hreinleg og smekklega innréttuð. Góð 1.stjörnu gisting á Maspalomas.

AÐSTAÐA 

Góð sundlaug er í garðinum ásamt sundlaugarbar sem er með léttar veitingar yfir daginn. Stutt er á Maspalomas golfvöllinn og á ströndina sem er í um 20 mínútna göngufjarlægð. Einnig er rúta sem fer með gesti hótelsins nokkrum sinnum á dag niður á Playa del Inglés ströndina og Maspalomas.

VEITINGASTAÐUR 

Veitngastaður hótelsins er hinum megin við götuna, á hótel Cordial Green Golf.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug (upphituð yfir vetrarmánuðina)

Sólbaðsaðstaða 

Internet (aðeins á almennum svæðum) 

Gestamóttakan opin frá kl. 07:30-23.30 ef farþegar koma á gististaðinn frá flugvelli á öðrum tíma þá þarf að fara í gestamóttökuna á Green Golf sem er hinu megin við götuna til að sækja lykla.

Hægt er að fara á Green Golf og hlusta þar á tónlist á kvöldin sem er í boði nokkrum sinnum í viku fyrir farþega sem búa á Green Golf og Sandy Golf

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda de Tjaereborg s/n, 35100, Maspalomas, Gran Canaria, Spánn

Kort