Meloneras

Caybeach Meloneras er 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett á Meloneras Maspalomas, 300 metra frá Las Mujeres ströndinni. Góð gisting fyrir fjölskyldur. Í nágrenni hótels má finna strendur, verslanir veitingahús og golfvelli.

 
GISTING
 
Í boði eru ágætlega rúmgóðar íbúðir með verönd og  einu eða tveim svefnherbergjum sem eru með loftkælingu. Vel útbúið eldhús, sími, öryggishólf ( aukagjald) sjónvarp og frítt þráðlaust net. 
Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari.  2ja herbergja íbúðirnar eru á 2 hæðum.
 
VEITINGAR
 
Veitingahús með alþjóðlega og spænska rétti.
 
AÐSTAÐA - AFÞREYING
 
Þrjár sundlaugar, ein barnalaug, sauna, jacuzzi og nuddbekkir (hydro massage) 
Hægt er að fá handklæði við sundlaug gegn gjaldi. Líkamsrækt, mini golf og leikherbergi
tennis/padel völlur, og Petanque sem er einhverskonar boltaleikur.
 
BÖRNIN
 
Minklúbbur, barnalaug, leikherbergi og leikvöllur.
 
STAÐSETNING
 
Caybeach Meloneras er staðsett á Meloneras Maspalomas, 300 metra frá Las Mujeres ströndinni.
 
AÐBÚNAÐUR
 
Íbúðir
eitt eða tvö svefnherbergi
Loftkæling í svefnherbergjum
Stofa
Eldhús
Baðherbergi
Sturta eða baðkar
Öryggishólf gegn gjaldi
Frítt Wi-Fi
Sími
Sjónvarp

Upplýsingar

C. Mar Báttico, 35100 Las Palmas Spain

Kort