Enska ströndin

Hotel Seaside Sandy Beach er frábært 4ra stjörnu hótel miðsvæðis á Ensku ströndinni og afar stutt er í hinar frægu sandöldur. Fallegur, gróðursæll garður með hringlaga sundlaug og sólbekkjum. Við hótelið er einnig gras tennisvöllur með flóðljósum. Skemmtilegt hótel fyrir alla fjölskylduna. 

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð og loftkæld með gervihnattasjónvarpi og svölum eða verönd, gervihnattasjónvarp, þráðlaust net, minibar, öryggishólf (aukagjald) Herbergin eru annað hvort með garð- eða sundlaugasýn og eru þau á 3 - 10 hæð.

Hárþurrka og baðsloppar eru á baðherbergjum. 

AÐSTAÐA

Fallegur garður með sundlaug og aðstöðu til sólbaða. Sundlaugin er með saltvatni og upphituð. Í garðinum er einnig barnalaug. Bar er í garði hótelsins þar sem hægt er að fá sér drykk eða snarl yfir daginn. Við hótelið er gras tennisvöllur með flóðljósum þannig að hægt sé að spila á kvöldin. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða með verönd þannig bæði er hægt að æfa inni eða úti. Á ákveðnum svæðum hótelsins geta gestir sólað sig án klæða. 

AFÞREYING 

Hægt er að leigja hjól eða fara í leiki svo sem boccia, ping pong eða spila skák. Á hótelbarnum er gjarnan lifandi tónlist. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð sem framreiðir góðgæti innblásið frá öllum heimshornum. Stór og falleg verönd er hjá veitingastaðnum þar sem gestir geta gætt sér á morgun-, hádegis- og kvöldverði. Við sundlaugina er bar þar sem gestir geta kælt sig niður á heitum dögum. Á hótelinu er bakarí með allsskonar bakkelsi og gómsætu brauði.  

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir alla fjölskylduna. Á hótelinu er barnalaug og ungbarnalaug. Starfræktur er barnaklúbbur á hótelinu fyrir 4-12 ára (einungis á háanna tímum). 

AÐBÚNAÐUR Á SEASIDE SANDY BEACH 

Útilaug 

Barnalaug 

Ungbarnalaug 

Sundlaugabar

Tennisvöllur 

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Barnadagskrá 

Lifandi tónlist 

Hlaðborðsveitingastaður 

Loftkæling 

Frítt internet 

Svalir/verönd 

Nektarverönd 

Hjólaleiga

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið ártíðarbundin.
 
Vinsamlegast hafið samband við söluskrifstofu ef bókað er fyrir 1 fullorðinn og 1 eða 2 börn.

Upplýsingar

Avda. Menceyes s/n, Playa Del Inglés, Gran Canaria

Kort