Enska ströndin

Barbacan Sol er góð 4ra stjörnu íbúðagisting og smáhýsi og er einn vinsælasti gististaður okkar til margra ára. Barbacan Sol er vel staðsett á Ensku ströndinni með góðum garði og 3 sundlaugum. Aðstaða og þjónusta fyrsta flokks og íbúðirnar og smáhýsin fallega innréttuð.

GISTING 

Í boði eru íbúðir og smáhýsi með einu eða tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og vel útbúnar með einu eða tveimur svefnherbergjum, stofu, baðherbergi, svölum eða verönd með garðhúsgögnum og eldhúskrók. Öryggishólf gegn gjaldi. Aðstaða og þjónusta er fyrsta flokks. Smáhýsin eru afar fallega innréttuð, öll með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Þar er einnig að finna svalir eða verönd og eldhús. 

AÐSTAÐA

Í sundlaugargarðinum eru 3 upphitaðar laugar, ein þeirra fyrir börn og nuddpottur. Tveir flóðlýstir tennisvellir, blakvöllur, borðtennisborð og billjarðborð. Líkamsræktaraðstaða er einnig á Barbacán Sol.
Aðgangur að interneti er í gestamóttöku hótelsins, gegn gjaldi. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er íþróttamiðuð skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGASTAÐIR

Á Barbacan Sol er á la carte veitingastaðurinn El Portalón, kokteilbarinn Don Fernando, og hlaðborðsstaður þar sem hægt er að snæða morgun- og kvöldverð.
Á sundlaugarbarnum er hægt að fá snarl og létta rétti í hádeginu.

FYRIR BÖRNIN

Fyrir börnin er fjölmargt um að vera, barnaklúbbur, skemmtidagskrá, leiksvæði og barnalaug.

AÐBÚNAÐUR Á Barbacán Sol

Fjölskylduherbergi

Loftkæling

Barnaleiktæki 

Leikvöllur fyrir börn

Skemmtikraftar

Krakkaklúbbur

Kvöldskemmtanir

Dagleg þrif

Bar

Veitingstaður (à la carte)

Veitingastaður (hlaðborð)

Snarlbar

Útisundlaug (allt árið)

Garður

Verönd

Tennisvellir

Golfvöllur (innan 3 km)

Billjarðborð

Borðtennis

Pílukast

Minigolf

Heitur pottur

Bókasafn

Öryggishólf

Líkamræktaraðstaða

Reyklaus herbergi

Aðstaða fyrir fólk með fötlun

Lyfta

Reyklaust

Sólarverönd

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. de Tirajana 25, Playa del Ingles, Gran Canaria

Kort