Maspalomas

Meloneras svæðið er þekkt fyrir sínar fallegu strendur og sérstæðu sandhóla. Hér er rólegt andrúmsloft og tilvalið að taka göngu um ströndina, fá sér drykk og horfa yfir hafið, lifa og njóta.  

Sheraton Salobre Golf Resort er flott 5 stjörnu hótel staðsett sunnarlega á Kanarí. Tveir 18-holu golfvellir eru nálægt hótelinu. Maspalomas ströndin er í 5 km fjarlægð frá hótelinu. 

GISTING 

Öll herbergin eru með sérverönd eða svölum með útsýni yfir golfvöllinn og fjöllin í kring. Á herbergjum er öryggishólf, minibar, hraðsuðuketill, sjónvarp, þráðlaust net, baðsloppar, inniskór,

þráðlaust net og loftkæling.

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er góður garður með fimm sundlaugum og einni barnalaug. Einnig er heilsulind með upphitaðri sundlaug. Í heilsulindinni er úrval af gufuböðum, líkamsræktaraðstaða og tyrkneskt bað auk þess eru nudd og aðrar meðferðir í boði fyrir gesti.

AFÞREYING 

Þetta er sérlega gott hótel fyrir kylfinga sem vilja lúxus.

VEITINGAR 

Á Sheraton Salobre Golf Resort eru þrír veitingastaðir og þrír árstíðarbundnir barir. Perenquén veitingastaðurinn bíður upp á tapas-matseðil sem var hannaður af kokki sem hlotið hefur Michelin-stjörnu.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett sunnarlega á Kanarí við hliðina á tveimur 18 holu golfvöllum. Maspalomas ströndin er í 5 km fjarlægð frá hótelinu og boðið er upp á fría skutluþjónustu þangað. 

AÐBÚNAÐUR Á SALOBRE HOTEL RESORT & SERENITY

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða

Stutt í golfvöll

Frí skutla á strönd 

Heilsulind 

Upphituð innilaug(í heilsulind)

Líkmasrækt 

Tyrkneskt bað 

Nudd

Leiksvæði

Veitingastaður(hlaðborð)

Veitingastaður(à la carte)

Frítt internet 

Loftræsting 

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Bílastæði

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Swing, s/n, 35128, Las Palmas, Spánn

Kort