Maspalomas

Cordial Green Golf er gott 3ja stjörnu smáhýsahótel staðsett á Maspalomas ströndinni. Húsin eru 250 talsins og eru þau öll á tveimur hæðum. Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða og við hlið hótelsins er golfvöllur Maspalomas. 

GISTING 

Litlu smáhýsin eru litrík og falleg sem gerir yfirbragð hótelsins enn skemmtilegra. Við bjóðum upp á smáhýsi með einu svefnherbergi. Þau eru einföld en búin öllum helstu þægindum til að gera dvölina sem notalegasta. Þar er að finna svefnherbergi, stofu með svefnsófa, sjónvarpi og fullbúnum eldhúskrók með örbylgjuofni og kaffivél. Á efri hæðinni er baðherbergi með sturtu. Smáhýsin eru ekki loftkæld en þar er að finna viftur. Frítt internet og lítil verönd fylgir öllum smáhýsum. Smáhýsin eru þrifin 5 sinnum í viku og skipt er um handklæði og rúmföt tvisvar í viku. 

AÐSTAÐA

Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og tvær sundlaugar, þar af önnur sem er upphituð yfir vetrartímann. Á hótelinu er lítil verslun. Frítt, þráðlaust internet er á hótelinu. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. 

AFÞREYING 

Skemmtidagskrá er á hótelinu nokkrum sinnum í viku. Gestir geta spilað tennis eða Squash á hótelinu gegn gjaldi. Við hliðin á hótelinu er góður golfvöllur. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Á hótelinu er einnig að finna sundlaugarbar. 

FYRIR BÖRNIN 

Sérstök barnalaug og leikvöllur eru fyrir yngri gestina. Smá-klúbbur er starfræktur mánudaga til föstudaga fyrir 4-12 ára krakka. 

STAÐSETNING 

Smáhýsin standa alveg við golfvöllinn á Maspolomas. El Tablero verslunarmiðstöðin er í 4 km fjarlægð frá Green Golf og Yumbo er örlítð nær. Ókeypis akstur er frá hótelinu á ströndina í Maspalomas og yfir á Ensku ströndina.

AÐBÚNAÐUR Á CORDIAL GREEN GOLF 

Sólbaðsaðstaða

Sundlaug 

Barnalaug 

Garður 

Skemmtidagskrá 

Barnaklúbbur 

Leikvöllur 

Billjardborð 

Stutt á golfvöll

Veitingastaður (hlaðborð)

Bar 

Smáhýsi

Verönd 

Eldhúskrókur 

Kaffivél

Örbylgjuofn

Svefnsófi 

Frítt internet 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin 

Upplýsingar

Avda. de Tjaereborg, s/n, 35100 Maspalomas, Gran Canaria

Kort