Abora Catarina by Lopesan Hotels, áður Hótel IFA Catarina, er vel staðsett 4ra stjörnu hótel á Ensku ströndinni, neðarlega á hinni vinsælu Tirajana götu. Einstaklega fallegur garður með hitabeltisgróðri, tvær sundlaugar ásamt barnalaug, skemmtidagskrá, afslappandi og þægilegt andrúmsloft. Góður kostur fyrir fjölskylduna.
GISTING
Herbergin eru rúmgóð og vel búin með nýtískulegum húsgögnum, öll með baði, síma, gervihnattasjónvarpi, frítt WiFi, loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar (gegn gjaldi) og hárþurrku. Á svölum/verönd eru húsgögn. Hægt er að greiða aukalega og fá herbergi með garðsýni.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er stór og rúmgóður garður með fallegum hitabeltisgróðri, tvær sundlaugar eru og ein barnalaug, heitir pottar fyrir fullorðna og einn fyrir börn, tveir sundlaugarbarir og góð sólbaðsaðstaða í garðinum. Tvær upphitaðar sundlaugar eru á veturna. Stutt er í alla þjónustu, 2-3 mín gangur í matvörumarkað og veitingastaðir allt um kring. Um 900 m eru á strönd og býður hótelið upp á fríar rútuferðir á ströndina.
AFÞREYING
Ýmis afþreying er í boði og má þar nefna tvo tennisvelli (gegn gjaldi), líkamsrækt, borðtennis, billjarðborð (gegn gjaldi), og netkaffi (gegn gjaldi). Tveir golfvellir eru í innan við 3 km frá hótelinu, Maspalomas golf og Meloneras golf.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn hlaðborðsstaður og hinn hefðbundinn à la carte. Einnig eru þrír barir og tveir sundlaugarbarir. Snarlbarinn er opinn allan sólahringinn.
FYRIR BÖRNIN
Mjög góð aðstaða fyrir börn; barnalaug með rennibraut, útileiksvæði og margt fleira m.a.barnaklúbb fyrir hressa krakka. Hótelið býður upp á barnapössun gegn gjaldi.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett miðsvæðis á Ensku ströndinni, neðarlega á hinni vinsælu Tirajana götu.
AÐBÚNAÐUR Á ABORA CATARINA BY LOPESAN HOTELS
Baðherbergi
Sjónvarp
Útisundlaug
Barnalaug
Sólbaðsaðstaða
Barir
Veitingastaðir
Leikvöllur
Barnaklúbbur
Snarlbar
Nektarverönd
Upplýsingar
Avda. de Tirajana 1, San Bartolomé de Tirajana, Las Palmas, Spánn
Kort