Enska ströndin

Montemar er vel staðsett íbúðagisting á Ensku ströndinni. Fjölmargar verslanir, veitingastaðir og barir í nágrenninu. Einfaldar en rúmgóðar íbúðir og í garðinum er góð sólbaðsaðstaða. Montemar er 3ja hæða, ekki er lyfta á Montemar.

GISTING 

Íbúðirnar eru heldur einfaldar en rúmgóðar. Val er um íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Í öllum íbúðum er stofa, eldhús og baðherbergi. Hægt er að leigja aðgang að gervihnattasjónvarpi og öryggishólfi gegn gjaldi. Allar íbúður eru með rúmgóðum svölum. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti til að nota inn í íbúðunum.   

AÐSTAÐA

Sundlaugargarðurinn var tekin  í gegn sumarið 2016, er með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Ath. engin snarlbar er við sundlaugina. Tennisvöllur, þvottaaðstaða með þvottavél og þurrkara (gegn gjaldi). Bílastæði eru við hótelið og kosta þau um 3 evrur á dag. Athugið að ekki er lyfta á Montemar og íbúðirnar eru á 1, 2 og 3 hæð. Gestamóttakan er á jarðhæð og er opin allan sólarhringinn. 

FYRIR BÖRNIN

Leikvöllur og barnalaug í garðinum fyrir börnin á Montemar. 

STAÐSETNING 

Montemar er staðsett  á einum eftirsóttasta stað Ensku strandarinnar, við götuna Avenida Madrid og rétt hjá Kasbah. 

AÐBÚNAÐUR Á MONTEMAR 

Íbúðir 

Eldhús 

Baðherbergi 

Svalir 

Frítt internet í sameiginlegu rými 

Þrif 

Útilaug 

Sólbaðsaðstaða 

Bílastæði (gegn gjaldi) 

Sólarhringsmóttaka

Leikvöllur 

Þvottavél á jarðhæð gegn gjaldi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt.
 

Upplýsingar

San Cristobal de la Laguna 3, Playa de Ingles, Gran Canaria

Kort