Calpe

Hotel Roca Esmeralda er flott 3ja stjörnu hótel staðsett í um tveggja mínútna fjarlægð frá hvítri ströndinni í bænum Calpe. Hótelið hefur nýlega verið gert upp og er því í góðu standi. Gestir geta gengið niður á strönd eða notið hótel sundlaugarinnar þar sem yfirleitt er nóg um að vera. 

GISTING 

Herbergin eru einföld og snyrtileg með svölum eða verönd. Fallegt útsýni er úr flestum herbergjum en því miður getum við ekki haft áhrif á staðsetningu gesta okkar. Herbergin eru búin öllum helstu þægindum til þess að gera fríið sem notalegast. Þar er að finna öryggishólf, sjónvarp og frítt internet. Gott baðherbergi með baðkari eða sturtu. Herbergin eru loftkæld. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er góð sundlaug og sólbaðsaðstaða umkringd pálmatrjám. Á hótelinu er heilsulind þar sem gestir geta sótt nudd og hinar ýmsu fegrunarmeðferðir, gegn gjaldi. Þar er einnig að finna góða innisundlaug þar sem gott er að synda. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir unga sem aldna. 

VEITINGAR 

Á Hotel Roca Esmeralda er veitingastaður með hlaðborð og bar þar sem gestir geta slakað á að loknum degi í sólinni. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í um tveggja mínútna göngufjarlægð frá hvítri strönd Calpe stutt frá Penyal d'lfach Natural Park. 

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-bláan sjó. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra stranda og iðandi mannlífi. Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og lifandi menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru girnilegar hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf. Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðunum sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Inni í bænum, stutt frá sjónum má finna grunnt vatn sem nefninst Las Salninas og þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem er býður upp stórkostlegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði. Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn. 

AÐBÚNAÐUR Á ROCA ESMERALDA 

Tvíbýli

Baðherbergi

Hárþurrka

Svalir

Sjónvarp

Frítt internet 

Þráðlaust internet 

Útisundlaug 

Innilaug

Sólbaðsaðstaða

Stutt á strönd

Heilsulind 

Nudd 

Hjólaleiga

Gufubað

Leikjaherbergi

Hlaðborðsveitingastaður 

Veitingastaður a la carte

Bar

Skemmtidagskrá

Borðtennis

Töskugeymsla

Sólarhringsmóttaka

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

C/ Ponent, 1, 03710 Calp, Alicante, Spánn

Kort