Hótel Melia Alicante er frábært 4ra stjörnu hótel og er það eitt vinsælasta hótelið á Alicante. Hótelið er staðsett úti á smábátabryggjunni með Postuguet ströndina í fanginu, smábátahöfnin er frábærlega staðsett alveg í miðborginni með fjölda veitinga- og kaffihúsa í næsta nágrenni. Á hótelinu er vinsæll Tapas veitingastaður.
GISTING
Á Melia Alicante eru öll herbergi rúmgóð, með loftkælingu, síma, gervihnattarsjónvarpi, minibar, öryggishólfi, þráðlausu interneti ofl. sem og svölum eða verönd. Herbergisþjónusta er allan sólarhringinn.
Premium herbergi eru 26 fermetrar með einu tvíbreiðu rúmi eða tveim einbreiðum og svölum Hægt er að fá Premum herbergi sem er með útsýni yfir höfnina eða sjóinn.
Einnig er hægt að velja Premium svítur sem eru sérstaklega rúmgóðar með stofu og tveimur baðherbergjum. Fallegt útsýni er úr Premium svítunum yfir hafið eða höfnina.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er góð útisundlaug með sólbaðsaðstöðu og fallegu útsýni yfir sjóinn, líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn og heilsulind þar sem gestir, sem vilja láta dekra við sig, geta farið í nudd eða aðrar meðferðir, gegn gjaldi. Frítt internet er á hótelinu.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaðurinn Terra sem er à la carte veitingastaður sem sérhæfir sig í matseld frá Miðjarðarhafinu og býður upp á sérstakega góða hrísgrjónarétti. Hann er opinn í hádeginu og á kvöldin og geta gestir notið dásamlegs útsýnis yfir hafið á meðan þeir snæða. Veitingastaðurinn BLU er árstíðarbundinn og er fullkominn fyrir ljúfan hádegisverð. Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð á Salon Gran Postiguet og Cool & Casual Bar sem er einnig opinn á kvöldin.
STAÐSETNING
Hótelið er frábærlega staðsett úti á smábátabryggjunni með Postuguet ströndina í fanginu og miðbæ Alicante í seilingarfjarlægð. Frábært útsýni er úr sundlaugagarðinum yfir hafið og stutt er í veitingastaði og kaffihús.
AÐBÚNAÐUR Á MELIA ALICANTE
Útisundlaug
Útsýni
Sólbaðsaðstaða
Handklæði
Líkamsrækt
Heilsulind
Veitingastaður með morgunverðarhlaðborði
Veitingastaður à la carte
Árstíðabundinn veitingastaður
Þvottahús
Svalir/Verönd
Baðherbergi
Gervihnattasjónvarp
Loftræsting
Kynding
Þvottahús
ATH
Upplýsingar
Plaza del Puerto, 3, 03001 Alicante, Spain
Kort