Benidorm

Hotel Sandos Monaco er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 450 metra frá Levante ströndinni, nærri gamla bænum á Benidorm. Allt í kringum hótelið er fjöldi verslana, veitingahúsa og skemmtistaða. Góður garður með sundlaug. Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Á hótelinu eru 199 rúmgóð herbergi, öll með baðherbergi, síma og sjónvarpi. Hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku gegn gjaldi. Herbergin rúma max 3 fullorðna. 

Wellness tvíbýlin innihalda 25 mínútna nudd og vatnsþjálfun fyrir hvern gest, freyðivínsflösku við komu og margt fleira

Þeir sem dvelja í Deluxe Select tvíbýli fá freyðivínsflösku við komu, einn tíma í vatnsþjálfun (e. hydrotherapy) fyrir hvern gest, aðgang að Select Club Lounge, 15% afslátt af Spa meðferðum, sloppa, frítt öryggishólf og margt fleira. 

AÐSTAÐA

Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og sundlaug. Við sundlaugina er einnig sundlaugabar sem ætti að tryggja að allir séu vel vökvaðir í sólinni. Hægt að fá handklæði í gestamóttöku fyrir sólbekki gegn 10 evru tryggingu. Líkamsræktaraðstaða og nuddpottur ásamt heilsulind. Þráðlaus nettenging er í boði á öllu hótelinu.

AFÞREYING 

Mikil og góð skemmtidagskrá er á Hotel Sandos Monaco. Á daginn er hægt að stunda allskonar íþróttir svo sem eróbik, vatnaíþróttir o.fl. Á kvöldin er lifandi tónlist, dans eða þemakvöld! Margir góðir golfvellir eru einnig á Benidorm. 

VEITINGAR

Á Hotel Sandos Monaco er „allt innifalið“. Í „öllu inniföldu“ er allur matur og ákveðnir drykkir innifaldir. Morgunverðarhlaðborð frá 8-10:30, hádegisverður 13:30-15:30 og kvöldverður 19:30-22:30. Milli kl. 10 -12 og 16-19 er hægt að fá snarl á sundlaugarbarnum. Flestir innlendir drykkir eru innifaldir með mat og á milli mála þegar keypt er „allt innifalið“. Á hótelinu eru veitingastaður og 3 barir. International buffet er hlaðborðsveitingastaður með fjölbreytt úrval alþjóðlegrar matseldar. Metro, Monte-Carlo og sundlaugabar. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL SANDOS MONACO 

Útisundlaug

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða 

Nuddpottur 

Snarlbar 

Veitingastaður 

Bar 

Sundlaugabar 

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Gufubað 

Skemmtidagskrá 

Kvöldskemmtanir 

Nudd

Svalir/verönd 

Sjónvarp

Baðherbergi 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er upp á akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Avda. Periodista Emilio Romero 11 03503 Benidorm (Alicante) Spain

Kort