Hotel Sandos Monaco er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 450 metra frá Levante ströndinni, nærri gamla bænum á Benidorm. Allt í kringum hótelið er fjöldi verslana, veitingahúsa og skemmtistaða. Góður garður með sundlaug. Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.
GISTING
Á hótelinu eru 199 rúmgóð herbergi, öll með baðherbergi, síma og sjónvarpi. Hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku gegn gjaldi. Herbergin rúma max 3 fullorðna.
Wellness tvíbýlin innihalda 25 mínútna nudd og vatnsþjálfun fyrir hvern gest, freyðivínsflösku við komu og margt fleira
Þeir sem dvelja í Deluxe Select tvíbýli fá freyðivínsflösku við komu, einn tíma í vatnsþjálfun (e. hydrotherapy) fyrir hvern gest, aðgang að Select Club Lounge, 15% afslátt af Spa meðferðum, sloppa, frítt öryggishólf og margt fleira.
AÐSTAÐA
Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og sundlaug. Við sundlaugina er einnig sundlaugabar sem ætti að tryggja að allir séu vel vökvaðir í sólinni. Hægt að fá handklæði í gestamóttöku fyrir sólbekki gegn 10 evru tryggingu. Líkamsræktaraðstaða og nuddpottur ásamt heilsulind. Þráðlaus nettenging er í boði á öllu hótelinu.
AFÞREYING
Mikil og góð skemmtidagskrá er á Hotel Sandos Monaco. Á daginn er hægt að stunda allskonar íþróttir svo sem eróbik, vatnaíþróttir o.fl. Á kvöldin er lifandi tónlist, dans eða þemakvöld! Margir góðir golfvellir eru einnig á Benidorm.
VEITINGAR
Á Hotel Sandos Monaco er „allt innifalið“. Í „öllu inniföldu“ er allur matur og ákveðnir drykkir innifaldir. Morgunverðarhlaðborð frá 8-10:30, hádegisverður 13:30-15:30 og kvöldverður 19:30-22:30. Milli kl. 10 -12 og 16-19 er hægt að fá snarl á sundlaugarbarnum. Flestir innlendir drykkir eru innifaldir með mat og á milli mála þegar keypt er „allt innifalið“. Á hótelinu eru veitingastaður og 3 barir. International buffet er hlaðborðsveitingastaður með fjölbreytt úrval alþjóðlegrar matseldar. Metro, Monte-Carlo og sundlaugabar.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL SANDOS MONACO
Útisundlaug
Handklæðaleiga
Sólbaðsaðstaða
Nuddpottur
Snarlbar
Veitingastaður
Bar
Sundlaugabar
Líkamsrækt
Heilsulind
Gufubað
Skemmtidagskrá
Kvöldskemmtanir
Nudd
Svalir/verönd
Sjónvarp
Baðherbergi
ATH
Boðið er upp á akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Upplýsingar
Avda. Periodista Emilio Romero 11 03503 Benidorm (Alicante) Spain
Kort