Albir

Hótel Albir Playa er frábær 4ra stjörnu gisting, rétt hjá listamannabænum Altea og Benidorm sem iða af mannlífi á sumrin. Ein besta gisting sem völ er á í Albir.

GISTING

Á hótelinu eru um 200 nýtískuleg, hlýleg og smekklega innréttuð herbergi. Öll herbergi eru loftkæld, með góðu baðherberg og svölum. Hægt er að leigja öryggishólf, aðgang að interneti og minibar í gestamóttöku, gegn gjaldi.  

Mismunandi útsýni er af herbergjunum en þau snúa ýmist út í garð eða í átt að bænum. ATH: tvíbýli er tveggja manna herbergi með rúmum og sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er gróðursæll garður og stór sundlaug. Góð aðstaða til að njóta sólarinnar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og glæsileg heilsulind þar sem gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu fegrunarmeðferðir, gegn gjaldi. Í garðinum er leikaðstaða fyrir börn. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er góður matsalur með suðrænan og alþjóðlegan mat (hlaðborð). Lobbybar þar sem hægt er að kaupa drykki. Einnig er sundlaugabar á hótelinu og Chiringutio veitingastaðurinn er með léttan hádegismat. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett um 1 km frá fallegri stönd Albir og nokkra km frá Benidorm og Altea. Hótelið er staðsett á nýtískulegum stað með góðu úrvali af verslunum, börum og veitingastöðum í næsta nágrenni. 

AKSTUR 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ALBIR PLAYA 

Baðherbergi 

Svalir 

Loftkæling 

Öryggishólf 

Sólbaðsaðstaða 

Útisundlaug 

Líkamsræktaraðstaða 

Heilsulind

Nudd 

Leikvöllur

Veitingastaður (hlaðborð)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
 

Upplýsingar

Camí Vell d'Altea, 51, 03581 l'Alfàs del Pi, Alacant, Spánn

Kort