Albir

Hótel Sun Palace Albir er gott 4ra stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 1 km., frá ströndinni í Albir og rétt við Serra Celada þjóðgarðinn. Glæsilegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og út á strönd. Þetta hótel hentar ekki þeim sem eiga erfitt með gang. 

 

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð og með svölum. Á herbergjum er loftkæling, sími, minibar,gervihnattasjónvarp og Wi-Fi. Öryggishólf (gegn gjaldi). Baðherbergi með baðkari eða sturtu, snyrtispegil, hreinlætisvörur og hárþurrku..

 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er góð sundlaug og barnalaug ásamt sólbaðsaðstöðu og sundlaugarbar.  Ganga þarf brekkur niður að strönd en einnig eru í boði rúturferðir frá hótelinu niður á strönd, gestamóttaka upplýsir um ferðir. Glæsileg heilsurækt, Tahara Spa,  er á hótelinu þar sem m.a. en boðið uppá nudd, snyrtistofur, innisundlaug, sauna. Lítil líkamsræktarstöð.

 

VEITINGAR

Glæsilegur matsalur, "El Far"  með hlaðborðsveitingar, Rick´s Cafeteria, fallegt útsýni fá svölum og Rooftop 360°verönd, bar þar sem hægt er að njóta drykkja, tónlistar og útsýnis.

 

 AÐBÚNAÐUR Á HOTEL SUN PALACE ALBIR 

Tvíbýli

Baðherbergi

Gervihnattasjónvarp

Wi-Fi

Minibar

Sími

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Svalir/verönd

Hárþurrka

Útisundlaug

Sólarverönd 

Stutt í golf

Líkamsrækt 

Heilsulind 

Gufubað 

Frítt internet

Veitingastaður 

Bar 

Snarlbar 

Sólarhringsmóttaka

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Gestionado por BENI-97 S.L. C\ Hércules, 1 - 03581 ALFAZ DEL PI Albir. Spain

Kort