Benidorm

Hótel Mediterraneo er mjög gott 4ra stjörnu hótel, staðsett í 900 m fjarlægð frá Levante ströndinni. Glæsilegur garður með stórum sundlaugum og mjög góðri sólbaðsaðstöðu. Góð herbergi með loftkælingu. Á hótelinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

GISTING 

Alls eru 177 góð herbergi á hótelinu búin sjónvarpi, síma, loftkælingu, mini-bar og öryggishólfi(gegn gjaldi). Hárþurrka er á baðherbergi. Herbergin eru þrifin daglega og þá er einnig skipt um handklæði. 

AÐSTAÐA

Góður garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Þar er einnig að finna barnasundlaug og leikvöll. Líkamsræktaraðstaða, gufubað og heitir pottar. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Líf og fjör er í garðinum yfir daginn og reglulega er slegið upp dansi í garðinum á kvöldin. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Reglulega eru þemakvöld. Snarlbar er við sundlaugina. Hægt er að velja um herbergi með hálfu- eða fullu fæði eða öllu inniföldu. 

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir börn. Barnaklúbbur fyrir 5-12 ára krakka og sérstakt leiksvæði fyrir börn. Á kvöldin er mini-diskó. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í Rincon de Loix svæðinu á Benidorm, stutt frá Benidorm Palace og í 15-20 mínútna göngu frá Levante ströndinni. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL MEDITERRANEO 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Snarlbar 

Líkamsrækt 

Barnaklúbbur 

Leikvöllur 

Ping-pong 

Mini-diskó

Skemmtidagskrá 

Dans 

Veitingastaður 

Tvíbýli 

Baðherbergi

Svalir/verönd

Loftkæling 

Kynding 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av. Dr. Severo Ochoa, 16, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort