Benidorm

Sunconfort Aqua Azul nýlega uppgert 4ra stjörnu hótel og eitt vinsælasta hótelið í Benidorm vegna staðsetningar og góðrar þjónustu. Hótelið er aðeins 400 metrum frá strönd og stutt frá gamla bænum. Frábær valkostur og eingöngu fyrir fullorðna. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Herbergin eru fallega innréttuð, björt, rúmgóð og vel útbúin. Falleg hönnun, svalir, baðherbergi, loftræsting og sjónvarp ásamt öryggishólfi. 

AÐSTAÐA 

Hótelið er með fallegan garð sem umlykur sundlaugina. Þar er góð sólbaðsaðstaða og sundlaugarbar. Einnig er vel búin líkamsrækt á hótelinu með einkaþjálfara. 

VEITINGAR

Hlaðborðið er með loftræstingu og útsýni yfir sundlaugina og garðinn. Á barnum er nútímaleg setustofa og þar er hægt að njóta alls konar drykkja. 

STAÐSETNING

Hótelið er mjög vel staðsett á Benidorm, stutt á Levante ströndina (um 400 metrar) og nokkra mínútna ganga í gamla bæinn. Aðeins þrír kílómetrar í næsta golfvöll, Aqualandia skemmtigarðurinn er í 3km fjarlægð. 

AÐBÚNAÐUR Á SUNCONFORT AQUA AZUL

Tvíbýli/einbýli

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Loftkæling 

Kynding 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sundlaugabar

Sólarhringsmóttaka

ATH

Við komu á hótelið greiða gestir 100 evrur per herbergi sem þeir fá endurgreitt við brottför ef ekkert tjón er á herberginu. 
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.  
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av de Emilio Ortuño, 7, 03501 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort