Benidorm

Hótel Avenida er snyrtilegt 4ra stjörnu hótel á Benidorm. Í garði hótelsins er útisundlaug og sólbekkir. Hafa ber í huga að rúta kemst ekki að hótelinu og þurfa gestir því að ganga í nokkrar minútur til þess að komast á hótelið. Hótelið stendur við götuna Gambo sem er lokuð göngugata í gamla bænum á Benidorm. Rútan stoppar við hótel Madeira Centro og þaðan er bara um 5 mínútur að ganga að Hótel Avenida

GISTING 

Standard tveggja manna herbergin eru ekki með svölum.  

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er útisundlaug, sólbekkir og góð aðstaða til sólbaða. Inni er líkamsræktaraðstaða, nuddpottur og gufubað. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er reglulega skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðstt á Gambo götunni í Benidorm. Hótelið er 75 metra frá Levante ströndinni og fimm mínútna göngu fjarlægð frá gamla bænum og Poniente ströndinni. 

AÐSTAÐA Á HOTEL AVENIDA

Útisundlaug

Sólbekkir 

Skemmtidagskrá 

Tvíbýli 

Stutt niður á strönd 

Líkamsrækt 

Gufubað 

Nuddpottur 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Calle Gambo, 2, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort