Benidorm

Hótel Medplaya Agir er ágætt 4ra stjörnu hótel vel staðsett um 100 m frá Levante ströndinni. Um 10 mín gangur er í gamla bæinn á  Benidorm. Á hótelinu er heilsulind ásamt líkamsræktarsal. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

GISTING 

Herbergin eru lítil og hafa svalir sem snúa annars vegar í átt að ströndinni með útsýni yfir götuna Mediterraneo eða út í bakgarð, gervihnattarsjónvarp og loftkælingu. Hægt er að velja um tvíbýli eða junior svítu en svíturnar hafa tvíbreytt rúm, svefnsófa, spa baðkar og hárþurrku svo eitthvað sé nefnt.

AÐSTAÐA

Sundlaugin er staðsett á þakinu á hótelinu og því hægt að njóta útsýnisins. Hægt er að njóta vel í tyrkneska baðinu, á slökunarsvæðinu eða sólarveröndinni. Hægt er að panta sér nudd gegn aukagjaldi. Einnig er líkamsrækt á staðnum.

AFÞREYING

Á sumrin er lifandi tónlist á hótelinu en svo er alltaf stutt í lífið á Benidorm og því ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

VEITINGAR

A la carte veitingastaður er á hótelinu og eins kaffihús. Hægt er að kaupa sér snarl á snarlbarnum og drykki á barnum.

STAÐSETNING 

Gististaðurinn er staðsettur stutt frá Levante ströndinni, gamla bænum og stutt í alla afþreyingu.

AÐBÚNAÐUR Á MEDPLAYA AGIR 

Útisundlaug

Lifandi tónlist 

A la carte veitingastaður

Frítt internet

Loftkæling

Sími

Sjónvarp

Sólbaðsaðstaða 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

11 Avda. Mediterráneo 03503 Benidorm ALICANTE

Kort