Buenos Aires er 2 stjörnu íbúðagisting á Benidorm staðsett í um 2 min fjarlægð frá ströndinni. Fínn valkostur fyrir fjölskyldur, íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Hafa ber í huga að rúta kemst ekki að hótelinu og þurfa gestir því að taka leigubíl frá öðru hóteli á Benidorm. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
GISTING
Íbúðirnar eru einfaldar með svölum. Í íbúðunum er eldhús, baðherbergi, lítil stofa og tvö svefnherbergi. Ýmislegt er til staðar í íbúðinni s.s. ísskápur, örbylgjuofn, þvottavél, ristavél, kaffivél og helluborð. Í stofunni er svefnsófi og sjónvarp.
AÐSTAÐA
Hægt er að njóta sólarinnar í sundlauginni á hótelinu eða liggja á bekkjunum við laugina. Stutt labb í matvörubúðir og aðrar búðir.
AFÞREYING
Stutt er í alla afþreyingu en mikið líf er á Benidorm og því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi. Terra Mitica er í 10 km fjarlægð og vatnsrennibrautagarðurinn Aqualandia er í um 5 km fjarlægð.
VEITINGAR
Enginn veitingastaður er á gististaðnum en sjálfsalar með drykkjum og snarli eru til staðar.
STAÐSETNING
Gististaðurinn er staðsettur stutt frá ströndinni og stutt í alla afþreyingu.
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Upplýsingar
Calle Alcalde Manuel Catalán Chana, 15, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort