Amalia er 2ja stjörnu íbúðagisting staðsett um 350 metra frá Playa de Levante ströndinni. Lítill garður með sundlaug og bar er við gistinguna. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
GISTING
Íbúðirnar eru nýtískulegar og bjartar með einu svefnherbergi, búnar eldhúsi með örbylgjuofni, helluborði og ísskáp. Sjónvarp er í herbergjum. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti gegn vægu gjaldi.
AÐSTAÐA
Við Amalia er lítill garður með sundlaug og bar.
VEITINGAR
Á gististaðnum er snarlbar og svokallaður Gin & tónik bar.
STAÐSETNING
Amalia er staðsett um 350 metra frá Playa de Levante ströndinni. Stutt er í alla helstu þjónustu, veitingastaði, kaffihús og í gamla bæinn á Benidorm.
AÐBÚNAÐUR Á AMALIA
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Verönd
Lyfta
Stutt niður á strönd
Íbúðir með einu svefnherbergi
Eldunaraðstaða
Baðherbergi
ATH
Upplýsingar
Calle del Esperanto, 15, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort