Albir

Albir Garden Resort er 3ja störnu gisting ( að okkar mati) á fallegu svæði í miðbæ Albír sem er í hjarta Costa Blanca. Á hótelinu er  Aquagarden Park sundlaugargarðurinn og mjög góð og eftirsótt íþróttaaðstaða fyrir hópa . Ströndin er í 15 mínútna göngufjarlægð og Benidorm er í 5 mínútna akstursfjarlægð.

 

GISTING

Í boði eru standard íbúðir með einu svefnherbergi, og Premium herbergi.  Allar vistarverur eru með svölum og loftkælingu. Í íbúðum er  eldhúskrókur, örbylgjuofn, hraðsuðuketill, kæliskápur,  gervihnattasjónvarp og  frítt Wi-Fi.. Á  Premium herbergjum sem eru  rúmgóð með góðum rúmum, frítt  WiFi , gervihnattasjónvarp, sófa og lítinn ísskáp.. Baðherbergi eru með sturtu.

 

FYRIR BÖRNIN

Krakkaklúbbur, sundlaugargarður og leikvöllur. Á sumrin er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. ATH sundlaugargarðurinn er eingöngu opinn á sumartíma.

 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður, staðsettur í aðalbyggingu hótelsins, sem býður upp á hlaðborðs veitingar með úrval af  Miðjarðarhafs réttum og meðlæti. 

Lounge bar / Cafe er á hótelinu þar sem hægt er að njóta veiga og útsýnis yfir hótel garðinn og sundlaugina.

 

AÐSTAÐA

Glæsilegur sundlaugargarður Aqua garden Park er rétt hjá hótelinu. Þar er að finna, meðal annars, margar mismunandi rennibrautir allt frá 4 - 10 metra háum -  frábært svæði þar sem allir aldurshópar geta fundið skemmtun við hæfi.  Aðgangur er innifalinn fyrir hótelgesti. 

 

Mjög góð og eftirsótt aðstaða er á hótelinu til íþróttaæfinga sem margir hafa og eru að nýta sér.

Heilsulind er á hótelinu sem býður upp á tyrkneskt bað, heitan pott og gufubað. Hægt er að fá nudd meðferðir gegn gjaldi.  Prýðileg líkamsrækt er  á hótelinu.

 

ATH

Við komu á hótelið greiða gestir 100 evrur per herbergi sem þeir fá endurgreitt við brottför ef ekkert tjón er á herberginu. Gestir fá armband sem þeir þurfa að hafa á sér og sýna sé þess óskað af starfsmönnum hótels.
 
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

 

Upplýsingar

Camí Vell d'Altea, 29, 03581 Afaz del Pi, Alacant, Spánn

Kort