GISTING
Standard herbergi:
Stöðluðu íbúðirnar á Albir Garden Resort eru einfaldar, bjartar með stórum gluggum. Íbúðirnar eru fyrir allt að 4 einstaklinga.
Hver íbúð hefur sína verönd með garðhúsgögnum. Baðherbergi, stofa með svefnsófa, svefnherbergi og eldhús útbúin með örbylgjuofni og áhöld til að útbúa máltíðir.
Einnig er gervihnattasjónvarp, sími og loftræsting.
Premium herbergi:
Einkar nútímalegar og rúmgóðar íbúðir útbúnar helstu þægindum. Herbergin rúma allt að fjóra fullorðna.
Útsýni yfir garðinn eða sundlaugarsvæðið og verönd með garðhúsgögnum, þar sem er einstakt að njóta Miðjarðahafs loftslagsins. Fullbúið baðherbergi með sturtu, stofa, ísskápur og svefnsófi. Einnig er frítt Wifi, gerfihnattasjónvarp og kaffi og te aðstaða.
AÐSTAÐA
Sundlaugagarðurinn Aquagarden Park, sem er í sömu samstæðu og gistingin, er með 16 mismunandi rennibrautir og er opinn frá 1. apríl til 31. október.
Rennibrautirnar eru frá 4 metrum upp í 10 metra háar. Þetta er tilvalinn staður fyrir fjölskyldur, þar sem börn og fullorðnir geta notið sín og skemmt sér í sundlaugagarðinum.
Gestir sem búa á Albir Garden Resort þurfa ekki að greiða aðgangseyri í sundlaugagarðinn. Heilsulindin býður upp á tyrknesk böð, heitann pott og gufubað. Á snyrtistofunni er hægt að fá nuddmeðferðir gegn gjaldi.
Ásamt fullbúinni líkamsrækt, einnig er íþróttaaðstaða við hliðina á hótelinu.
FYRIR BÖRNIN
Krakkaklúbbur er á gististaðnum, á hverjum degi á sumrin og á hverju kvöldi á veturna.
VEITINGAR
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður í aðal byggingu hótelisins. Þar er hægt að njóta útsýnis yfir garðinn og sundlaugina. Á sumrin er hægt að sitja á stórri verönd og borða undir berum himni. Á hlaðborðinu eru allt að 14 mismunandi miðjarðarhafs réttir.
Einnig er bar/kaffihús á hótelinu, þar eru oft góð tilboð á kokteilum!
ATH
Upplýsingar
Camí Vell d'Altea, 29, 03581 Afaz del Pi, Alacant, Spánn
Kort