Almeria

AR Almerimar er fjögurra stjörnu hótel staðsett við ströndina og aðeins 200 metrum frá smábátahöfninni. Hótelið er við hliðina á Almerimar golfvellinum sem er 27 holu golfvöllur. Í garði hótelsins er að finna góða aðstöðu til sólbaða með sólbekkjum og sólhlífum.  Vatnsrennibrautir og 2 sundlaugar eru í garði hótelsins og er önnur þeirra barnalaug. Á hótelinui er einnig líkamsræktaraðstaða með innisundlaug, heitum pottum og tyrknesku baði. Barnaklúbbur er í boði fyrir börn eldri en 12 ára og Club Kike býður uppá afþreyingu fyrir börn 3 -12 ára. Veitingastaður hótelsins býður uppá alþjóðlega rétti. Einnig er hlaðborðsveitingastaður og bar á hótelinu og við sundlaugabakkann. Herbergin eru  smekklega innréttuð með fallegu útsýni sem er annað hvort til sjávar eða yfir golfvöllinn. Standard herbergin eru búin öllum helstu þægindum, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og hárþurrku á baðherbergi. Frítt Wi-fi er á hótelinu.

Upplýsingar

Avda. Julián Laguna, 1 Urb. Almerimar 04711 El Ejido Almería

Kort