Roquetas de Mar

Golf Center Apartamentos er snyrtileg tveggja stjörnu íbúðagisting staðsett innan golfvallarins um 500 metra frá ströndinni á Roquetas de Mar. Í næsta nágrenni eru verslanir og veitingastaðir.

GISTING 

Í þessum einföldu íbúðum finnur þú allt sem þú þarfnast. Bjartar, snyrtilegar íbúðir með einu herbergi og svefnsófa í stofunni. Allar íbúður eru með svölum eða verönd, loftkælingu(einungis í stofunni), sjónvarpi og öryggishólfi.  

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er snyrtilegur garður með tveimur stórum sundlaugum, barnalaug og sólbaðsaðstöðu. Í garðinum er einnig lítill snakkbar. Á hótelinu er setustofa með sjónvarpi, næturvörður og bílastæði. Gestamóttakan er opin frá 09:30 - 13:30 og 17:30 - 20:30. Þvottahús er á hótelinu þar sem gestir geta þvegið þvott gegn gjaldi. Ath. ekki er lyfta í húsinu. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaður þar sem gestir geta valið um hálft fæði eða fullt fæði á tímabilinu 29. júní - 15 september. 

STAÐSETNING

Hótelið er mjög vel staðsett í Playa Serena í Roquetas de Mar. Hótelið er í um 500 m fjarlægð frá fallegri ströndinni og innan gólfvallarins. 

AÐBÚNAÐUR Á GOLF CENTER APARTAMENTOS

         Útisundlaug

         Sólbaðsaðstaða

         Bar

         Veitingastaður

         Sjónvarp

         Bílastæði

         Golfvöllur

         Loftkæling

         Kynding 

         Næturvörður

         Eldhús

         Svefnsófi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Kort