Roquetas de Mar

Alua Golf Trinidad, áður Roc Golf Trinidad, hótelið er frábærlega staðsett 4ra stjörnu hótel við ströndina í Roquetas de Mar. Skemmtilegur garður með tveimur útisundlaugum og gengið er beint niður á ströndina frá hótelinu. Fjöldi verslana og veitingahúsa eru í nágrenni hótelsins. Fullkomið umhverfi fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga til þess að eiga góðar stundir saman. 

GISTING 

Hótelið býður eingöngu upp á gistingu með öllu inniföldu þar sem fæði og drykkir eru innifaldir í verðinu. Hótelið sjálft rekur sögu sína til 9. áratugarins en hefur þó að sjálfsögðu verið uppgert reglulega og öll herbergi voru nýlega uppgerð. Þau eru rúmgóð og stílhrein með tveimur góðum rúmum með tempure dýnum. Á öllum herbergjum er gott baðherbergi, sími, sjónvarp, öryggishólf(leigt gegn gjaldi), lítill ísskápur og loftkæling. Öll herbergi eru annað hvort með notalegar svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA 

Hótelið leggur metnað sinn í það að skapa góða og stóra sameiginlega aðstöðu þar sem gestir geta eytt góðum tíma á sundlaugarbakkanum. Í garðinum eru tvær fallegar sundlaugar en hótelið er einungis 600 m frá næsta golfvelli. Á hótelinu er einnig kaffihús, bar, hársnyrtir, líkamsrækt ofl. 

AFÞREYING

Á hótelinu er skemmtidagskrá bæði fyrir börn og fullorðna. Á veturnar hægist þó á dagskrá hótelsins en þá er yfirleitt nóg um að vera í leikjarsal hótelsins. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er metnaðarfullur veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð.   

Allt innifalið á hótelinu inniheldur:
Morgunverðar-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð.
Snarl á milli mála; samlokur, kökur og ávextir.
Innlendir drykkir; léttvín, bjór og sterkt vín. Einnig gosdrykkir, kaffi, te og kakó. Drykkir sem eru ekki innifaldir: espresso kaffi og nýkreistur ávaxtasafi.
Drykkir í all - inclusive eru framreiddir á milli 11:00 og 23:30. 
Ís fyrir börnin frá 11:00 - 00:00

STAÐSETNING

Hótelið er frábærlega staðsett við ströndina, um 100 m frá næsta miðbæjarkjarna og stutt frá helstu golfvöllum svæðisins. 
Frábær kostur fyrir þá sem vilja vera vel staðsettir og með allan mat og drykki innifalda í verði.

AÐBÚNAÐUR Á ALUA GOLF TRINIDAD HOTEL 

        Lyfta

        Útisundlaug

        Líkamsræktarsalur

        Loftkæling á herbergjum

        Skemmtun fyrir börnin 

        Kvöldskemmtanir

        Internet(gegn gjaldi)

        Heilsulind

        Bar 

        Snarlbar

        Kaffitería 

        Þvottahús 

        Tennisvöllur

        Billjardborð

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. de Playa Serena, 04740 Roquetas de Mar, Almería, Spánn

Kort