Roquetas de Mar

Hotel Neptuno er vel staðsett 4 stjörnu hótel um 300 metra frá ströndinni í Roquetas de Mar. Í næsta nágrenni við hótelið er fjölbreytt úrval verslana og margir góðir veitingastaðir. Á svæðinu má einnig finna úrvals golfvelli, vatnsrennibrautargarð og fleira spennandi. Þetta hótel hentar vel pörum og fjölskyldum. 

GISTING 

Smekklega innréttuð, björt herbergi. Hótelið er byggt í U þar sem herbergin eru fyrir miðju og íbúðirnar í sér álmu. Herbergin eru nokkuð rúmgóð. Þau henta ágætlega 2 fullorðnum og 1 eða 2 litlum börnum. Í öllum herbergjum er lítill ískápur og sjónvarp. Íbúðirnar henta vel þeim sem hyggjast dvelja í lengri tíma á hótelinu eða barnmargar fjölskyldur. Í íbúðunum er ískápur, frystir, brauðrist, kaffivél, sjónvarp og eldavélahellur. Í öllum íbúðum er borðstofa og útdreginn svefnsófi í stofu. Leiga á barnarúmi kostar 5 evrur á dag. Hægt er að leigja öryggishólf fyrir um 15 evrur á viku. Frítt þráðlaust internet er á hótelinu. Hótelið býður einnig upp á þann möguleika að tengjast netinu í vistarverum gegn vægu gjaldi. ATH að tvíbýli er tveggja manna herbergi með rúmum og sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er mjög góð sameiginleg aðstaða með flottum bar og huggulegum matsal með hlaðborði. Garðurinn er vel skipulagður og fallegur með stórri djúpri sundlaug  með tveim rennibrautum og barnalaug. Hótelið skaffar gestum sínum handklæði þeim að kostnaðarlausu en þó þarf að framvísa tryggingu. Á Neptuno er einnig sundlaugabar, líkamsræktarsalur, gufubað, nuddpottar og heilsulind. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn. 

AFÞREYING

Á Hotel Neptuno er skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa og barnaklúbbur. Skemmtidagskráin er árstíðarbundinn en þó er ýmsilegt í boði allan ársins hring. Á sumrin er skemmtidagskrá öll kvöld fyrir alla fjölskylduna. Hótelið er um 300 metra á frá Playa Serena golfklúbbnum og í nálægð við Almerimar, La Envia og Alborán golfklúbbana. 

VEITINGASTAÐIR

Einfaldur og snyrtilegur veitingastaður með hlaðborð sem þykir gott. Á hótelinu má einnig finna huggulega kaffiteríu. 

FYRIR BÖRNIN

Barnaklúbburinn nefnist Tuno er starfræktur frá 19. júní - 13. september. Þar getur yngsta kynslóðin skemmt sér og eignast nýja vini í margskonar dagskrá undir eftirliti starfsmanna. Á daginn er ýmisleg fjör fyrir börnin og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Hótelið býður einnig upp á sérstaka dagskrá fyrir unglinga á sumrin. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett við hliðina á Arena Center um 300 metra frá ströndinni.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL NEPTUNO

         Lyftur 

        Útisundlaug

        Barnasundlaug

        Loftkæling á herbergjum

        Skemmtikraftar

        Krakkaklúbbur

        Kvöldskemmtanir

        Frítt þráðlaust internet

        Heilsulind

        Bar 

        Kaffitería 

        Þvottahús 

        Töskugeymsla 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Paseo Central, 45, 04740 Roquetas de Mar, Almería, Spánn

Kort