Playa de las Americas

Hotel Bitacora er mjög gott 4ra stjörnu hótel sem uppgert var að hluta árið 2013. Hótelið er staðsett á suðurenda Playa de las Americas, um 350 metra frá ströndinni. Góður garður með sundlaug og barnalaug. Leiksvæði fyrir krakka í garðinum og stutt í þjónustu. 

GISTING 

Rúmgóð og snyrtileg herbergi með góðu baðherbergi, síma, míní-bar, sjónvarpi og öryggishólfi(gegn gjaldi). Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Öll herbergi eru loftkæld. Hægt er að tryggja sér sundlaugasýn gegn gjaldi. Ísskápur er á herbergjum sem kostar 1 evru á dag í standard herbergjum en er innifalinn í superior herbergjum. Þó þarf alltaf að leggja fram 10 evrur í tryggingu.

AÐSTAÐA

Á hótelinu er mjög fínn sundlaugagarður tveimur stórum sundlaugum og rennibrautum. Góð sólbaðsaðstaða með sólhlífum fyrir sólarþyrsta gesti. Gestir fá handklæði við sundlaugina. Stutt er í almenna þjónustu, veitingahús og verslanir frá hótelinu. Í garðinum er frábært leiksvæði fyrir börn. Frítt 

AFÞREYING 

Fjölbreytt skemmtidagskrá reglulega á hótelinu fyrir börn og fullorðna. Á kvöldin er lifandi tónlist og öll fjölskyldan getur dillað sér saman. 

VEITINGASTAÐIR 

Gestir velja annað hvort Hálft fæði eða allt innifalið. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem sérhæfir sig í alþjóðlegri, fjölbreyttri matargerð. Við sundlaugina er snarlbar sem framreiðir meðal annars tapas rétti og er tilvalið að fá sér einn drykk þar eftir sundsprett. 

Innifalið í „allt innifalið“ pakkanum á Hotel Bitacora er morgun-, hádegis- og kvöld verður á hótelinu á hlaðborðsveitingastað hótelsins ásamt léttu snarli og innlendum drykkjum.  

Morgunverður: 07:00-10:00 hlaðborð, ávaxtadjús, kaffi og te. 
Hádegisverður: 13:00-15:00 hlaðborð, rósavín, rauðvín, hvítvín, sangría, bjór, gos, vatn. 
Kvöldverður: Hlaðborð, rósavín, rauðvín, hvítvín, sangría, bjór, gos og vatn. 

Á milli 10:00 og 18:00: snarl, tapas, ís, heitir drykkir, gos, bjór, vatn og valdir áfengir drykkir á Palapa restaurant og bar. Á milli 18:00 og 24:00 fá gestir valda áfenga drykki, sangríu, bjór, heita drykki, gos og vatn á Music-Hall bar hótelsins. 

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er mjög skemmtilegt leiksvæði fyrir börn með rennibrautum ofl. Skemmtidagskrá miðuð að krökkum er einnig á hótelinu og minídiskó á kvöldin. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett á suðurenda Playa de las Americas, um 350 metra frá ströndinni, rétt hjá La Siesta og Best Tenerife hótelunum sem margir þekkja.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL BITACORA 

Hálft fæði/allt innifalið

Útisundlaugar

Barnalaug 

Leiktæki 

Tvíbýli/einbýli

Skemmtidagskrá 

Lifandi tónlist 

Barnadagskrá 

Mini-diskó 

Hlaðborðsveitingastaður 

Tapasbar 

Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu

Loftkæling

Sími

Sjónvarp

Rennibrautir 

Handklæði

Sólbaðsaðstaða 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

C/ California, 1 | PO Box 133 Playa de las Americas Tenerife

Kort