Los Cristianos

Aguamar er þriggja stjörnu hótel staðsett Í Los Cristianos. Í nágrenninu eru Los Cristianos ströndin, Golf Las Americas og Las Vistas ströndin. Góður sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu. Íbúðirnar eru vel útbúnar með öllum helstu þægindum og svölum. 

GISTING 

Íbúðirnar eru ágætlega búnar og eru með svölum eða verönd. Lítið eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist og tekatli. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti. Hægt er að leigja sjónvarp og öryggishólf gegn gjaldi. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða ásamt ping pong borði og mini-golf velli. Lítið leiksvæði er fyrir börn. Lyfta er á hótelinu.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Á hótelinu er einnig snarlbar. 

STAÐSETNING 

Aguamar er staðsett sunnarlega á Tenerife, nálægt Los Cristianos ströndinni. Stutt er í veitingastaði, verslanir og helstu þjónustu. 

AÐBÚNAÐUR Á AGUAMAR

Útisundlaug 

Leikvöllur

Íbúðir

Svalir 

Baðherbergi

Lítið eldhús

Hlaðborðsveitingastaður 

Snarlbar

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
 

Upplýsingar

Calle Albani, s/n, 38650 Los Cristianos, Tenerife

Kort