Playa de las Americas

Hótel Andorra er gott 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett á Playa de Las Amerícas, á suðurhluta Tenerife. Við bjóðum upp á stúdíóíbúðir sem henta vel tveimur einstaklingum, með eldunaraðstöðu. Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Athugið að ekki er lyfta í húsinu. 

GISTING 

Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar búnar helstu þægindum. Þar er að finna eldhúskrók, sjónvarp, baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Íbúðunum fylgja svalir eða verönd og frítt internet. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru tvær sundlaugar, þar af önnur sem er upphituð yfir vetrartíman. Önnur sundlaugin er búin afmörkuðu svæði sem hentar börnum. Í garðinum er einnig að finna góða sólbaðsaðstöðu og snarlbar. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð, bar og snarlbar við sundlaugina. 

STAÐSETNING 

Hótel Andorra er staðsett á Playa de las Amerícas ströndinni á suður hluta Tenerife. Stutt er í alla helstu þjónustu, veitingastaði og verslanir. Um 500 metrar eru niður á strönd. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ANDORRA

Stúdíóíbúðir 

Eldunaraðstaða

Svalir 

Baðherbergi 

Hárþurrka 

Frítt þráðlaust internet 

Sími 

Sjónvarp

Skápur 

Ísskápur 

Ketill 

Örbylgjuofn

Brauðrist

Baðkar 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugabar 

Snarlbar 

Veitingastaður 

Billjardborð

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. Antonio Dominguez, 10 - 38660 - Arona - Santa Cruz de Tenerife

Kort