Labranda Suites er fallegt 4 stjörnu hótel, mjög gott fyrir fjölskyldur, staðsett á hinu vinsæla Costa Adeje svæði, aðeins 400 metra frá Bláfána ströndinni Playa Fanabe.
2 útisundlaugar þar af ein barnalaug., barir og veitingastaðir.. Nálægt hótelinu eru verslanir og veitingastaðir og Siam Park er aðeins í 1.5 km fjarlægð frá hótelinu.
GISTING
Fjölskylduherbergin eru með stofu og svefnherbergi, samtals um 38 fm og svalirnar eru um 5 fm að stærð. Hægt er að velja standard herbergi, með garðsýn eða sjávarsýn.
Öll herbergi eru loftkæld, með tvö sjónvörp með alþjóðlegum rásum, annað í stofu og hitt í svefnherbergi, hraðsuðuketill, kæliskápur, öryggishólf (aukagjald) sími, baðherbergi eru með baðkari og sturtu, hreinlætisvörum og
hárþurrku.
VEITINGAR
El Paladar er hlaðborðsveitingastaður fyrir þá sem eru með allt innifalið, þar á meðal drykkir (innlendir) Gestir geta valið um að fá hádegisverð við sundlaugarbarinn. Tapas Restaurant (aukagjald) muna að panta borð. Sunset Pool bar og Night bar. Athugið að drykkir eru afgreiddir til kl. 23.00 eftir það þarf að greiða aukagjald fyrir drykki. Strand eða sundfatnaður er ekki leyfður á veitingastöðum.
BÖRNIN
Barnalaug, leiksvæði, bulsgarður, og íþróttasvæði. Meepoklúbbur, Kids & Teens klúbbur og leikherbergi. Skemmtidagskrá fyrir fyrir alla aldurshópa.
AFÞREYING
Útisundlaugar, sólbekkir, sólbaðsaðstaða, líkamsrækt og vellíðunarsvæði. Hægt er að fá nuddmeðferðir gegn gjaldi.
Í NÁGRENNI HÓTELS
Plaza del Duque verslunarmiðstöðin 0.5 km., Gran Sur verslunarsvæði 0.6 km., El Duque Castle 0.8 km., La Pinta ströndin 1.1 km., Aqualand 1.3 km., Siam Park 2,1 km., Golf Costa Adeje 3 km.,
Upplýsingar
Av. de Bruselas, 8, 38660 Costa Adeje , Tenerife
Kort