Los Cristianos

Paradise Park Fun Lifestyle hótelið er fallegt og gott 4 stjörnu hótel, staðsett í Los Cristianos. Frábært útsýni yfir Los Cristianos og Teide fjallið frá þak verönd hótelsins.Ströndin er í 15 mín. göngufjarlægð

 
GISTING
 
Öll herbergi eru með svalir eða verönd, gervihnattasjónvarp, minibar, sími og öryggishólf er hægt að fá gegn aukagjaldi.   Baðherbergi eru með sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku. Loftkæling er aðeins í 2ja herbergja herbergjum.
 
 
VEITINGAR
 
Hótelið er með tvo veitingastaði, annar er The Fun  restaurant og hinn er Restaurant Strelitzia.  Fjórir barir eru á hótelinu , Fun Attic, Bar Atlántita , Funcy Bar og ForeverFun barinn.
 
 
AÐSTAÐA
 
Góður garður, 5 sundlaugar og 4 heitir pottar eru á hótelinu. Mjög góð vellíðunaraðstaða / spa  er á hótelinu sem býður upp á meðferðir gegn gjaldi.  ForeverFun er er skemmtilegur bar  - þar fer fram skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. 
 
 
BÖRNIN
 
Barnaklúbbur og skemmtun.
 
 
Í NÁGRENNI HOTELS
 
  • Los Cristianos ströndin - 15 mín. ganga
  • Las Vistas ströndin - 23 mín. ganga
  • Siam-verslunarmiðstöðin - 40 mín. ganga
  • Siam-garðurinn - 3,8 km
  • Torviscas-strönd - 3,9 km
  • Puerto Colon bátahöfnin - 4,9 km
  • Fanabe-ströndin - 6,3 km
  • El Duque ströndin - 7,3 km
  • Golf Costa Adeje (golfvöllur) - 11,2 km

Ath

Viðhaldsframkvæmdir á 8. hæð hótelsins verða á tímabilinu 15.apríl - 7.júlí 2024. Vinnan mun eiga sér stað virka daga milli 09-20. 

Viðhaldsframkvæmdir á liftum verða á tímabilinu 29.apríl - 23.júní 2024. Vinnan mun eiga sér stað virka daga milli 07:30-15:00.

 

Upplýsingar

C. Hawai, 2, 38650 Los Cristianos, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort