Costa Adeje

Playa Olid er 2ja stjörnu íbúðahótel sem er staðsett um 700 metra frá strandlengju Torviscas og Fanabe á Costa Adeje svæðinu. Í boði eru tvær gerðir af íbúðum og í garðinum er góð sundlaug og sólbaðstaðstaða. Hótelið stendur í brekku og hentar því ekki fólki sem á erfitt með gang. 

GISTING 

Í boði eru tvær gerðir af rúmgóðum íbúðum, stúdó eða íbúðir með einu svefnherbergi. Hægt er að velja á milli nýlega endurnýjuðum íbúðum eða standard íbúðum. Í hverri íbúð er eldunaraðstaða, stofa, baðherbergi og svalir eða verönd. Stúdíóin eru eitt herbergi. 

AÐSTAÐA 

Hótelgarðurinn er lítill en gróðursæll og notalegur með tveimur sundlaugum og barnalaug fyrir smáfólkið. Frítt þráðlaust internet er í gestamóttökunni en hægt er að kaupa aðgang inn á herbergin. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er að finna töskugeymslu sem er gestum aðgengileg, að kostnaðarlausu.

AFÞREYING 

Reglulega skemmtidagskrá er á Playa Olid ásamt karókí aðstöðu. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og tveir barir, þar af annar við sundlaugina. 

FYRIR BÖRNIN 

Míní-klúbbur og matarklúbbur er á hótelinu fyrir börn. 

STAÐSETNING 

Playa Olid er staðsett á Torviscas/Fanabe svæðinu á Costa Adeje og er hótelið nálægt ýmsum börum, veitingastöðum og verslunum. Um 10 mínútna gangur er í verslunarmiðstöðina Gran Sur og stutt er í vatnsrennibrautagarðana Aqualand og Siam Park. 

AÐBÚNAÐUR Á ARENA SUITES

Íbúðir 

Baðherbergi

Eldhúskrókur 

Svefnherbergi

Svalir/verönd 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Skemmtidagskrá 

Barnadagskrá 

Karíókí 

Hlaðborðsveitingastaður 

Sundlaugabar

Bar 

Sólarhringsgestamóttaka 

Töskugeymsla

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Ernesto Sartí, 18 Urbanización Torviscas 38660 Costa Adeje Tenerife, Islas de Canarias Spain

Kort