Costa Adeje

Hovima La Pinta er 4ra stjörnu íbúðagisting staðsett við fallega barnvæna strönd og er tilvalin gisting fyrir fjölskylduna. Einungis 5 metra gangur er á ströndina frá hótelgarðinum. Puerto Colon svæðið er mjög skemmtilegt og iðar af mannlífi allan ársins hring, enda rómað fyrir skemmtilega veitingastaði, bari og verslanir. Á hótelinu er skemmtidagskrá öll kvöld vikunar og squash völlur sem hægt er að leigja gegn vægu gjaldi. Val um hálft eða fullt fæði. 

GISTING 

Gestir geta valið milli eins og tveggja herbergja íbúðir. Hægt er að velja um comfort herbergi sem er með fjallasýn eða superior herbergi með sjávarsýn. Í íbúðunum eru svefnherbergi, baðherbergi með baðkari og hárþurrku, sjónvarp, eldhús, eldhúsborð og stofa. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti inn á hótelherbergin. Loftræsting er í stofunni. 

Fjölskylduíbúðin er sérstaklega hönnuð með þægindi barna í huga. Tvíbreitt rúm fyrir foreldra, vel útbúið eldhús, baðherbergi og verönd. Staðsett stutt frá leiksvæði barna. 

Excellence apartment er fallega innréttuð með nýtískulegum húsgögnum og gott útsýni. Stofa með loftræstingu, eldhús og baðherbergi. Stórar svalir með einka sólbaðstólum. 

AÐSTAÐA 

Tvær sundlaugar eru í sundlaugagarðinum, þar af ein barnalaug, sem eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Í garðinum er einnig skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Öll aðstaða í garðinum er til fyrirmyndar og þar er m.a. sundlaugabar þar sem borinn er fram hádegisverður. Einungis 5 mín gangur er úr sundlaugagarðinum niður á strönd. Loftræsting er í sameiginlegu rými. Gestir geta farið í Pool, aðra leiki eða slakað á í setustofunni eða sjónvarpsherberginu á hótelinu. 

AFÞREYING 

Höfnin sjálf státar af miklu lífi, því þaðan er farið í margar siglingar um svæðið og boðið er uppá fjölbreytta dagskrá sjóíþrótta. fallegur göngustígur liggur meðfram ströndinni sem hentar bæði skokkurum, hjólafólki eða  til  göngutúra og leiðir fólk annað hvort yfir á Costa Adeje eða Playa de las Americas svæðið, sem er í um 30 mínútna göngufæri. Skemmtidagskrá öll kvöld vikunnar. Á hótelinu er einnig squash völlur sem hægt er að leigja gegn vægu gjaldi. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er veitingastaður sem framreiðir morgun-, hádegis og kvöldverð í formi fjölbreytts hlaðborðs. Á hótelinu er einnig sundlaugabar og barinn La Pinta. 

FYRIR BÖRNIN 

Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin með gæslu og á kvöldin er mini-diskó fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett i hjarta Puerto Colon hafnarinnar, mitt á milli Costa Adeje og Playa de las Americas strandanna. Hótelið er stasett við fallega, barnvæna strönd og aðeins fimm mín gangur er á ströndina úr hótelgarðinum.

AÐBÚNAÐUR Á HOVIMA LA PINTA 

Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.

Hálft fæði/fullt fæði 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Upphitaðar sundlaugar(yfir vetrarmánuðina)

Stutt í ströndina 

Skemmtidagskrá 

Leikvöllur 

Mini-Diskó 

Hlaðborðsveitingastaður 

Sundlaugabar 

La Pinta bar

Þráðlaust internet(gegn gjaldi)

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Hárþurrka 

Baðkar

Lítið eldhús 

Pool 

Setustofa 

Sjónvarpsherbergi

Squash völlur(gegn gjaldi)

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Av. de España, 5, 38660 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort