Troya Hotel er gott 4 stjörnu hótel, alveg við ströndina og á besta stað í Playa de las Americas. Góð aðstaða fyrir gesti í garðinum með sundlaug og sólbekkjum. Stutt er í golfvöll.
GISTING
Herbergin eru vel búin öllum helstu þægindum, síma, sjónvarpi, öryggishólfi(gegn gjaldi), hárþurrku og loftkælingu. Hægt er að leigja ískáp inn á herbergin en ekki er hægt að bóka hann fyrirfram. Ísskápur kostar 25 evrur fyrir 1 viku og svo 3 evrur á hvern dag eftir það. Fyrir þá sem dvelja í Club Alexander herbergjum kostar ísskápur 25 evrur fyrir alla dvölina. Herbergin eru flest með ágætu útsýni(hliðarsýn) en hægt er að tryggja sér sjávarsýn með því að kaupa Club Alexander herbergi.
AÐSTAÐA
Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða, stór útisundlaug og tennisvöllur. Heilsulind og líkamsræktaraðstaða er á hótelinu ásamt snyrti- og hárgreiðslustofu. Gestir geta fengið aðgang að þráðlausu interneti gegn gjaldi. Skemmtidagskrá - lifandi tónlist og ýmsar uppákomur.
AFÞREYING
Um 20 mínútur er í fimm góða golfvelli og stutt er í tvo þema-garða Tenerife, Eagles Park og Loro Parque.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og veitingastaðurinn Papalpa er staðsettur við sundlaugina. Val er um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið.
FYRIR BÖRNIN
Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur og leiksvæði er í garðinum.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett við ströndina á Troya ströndinni á Costa Adeje, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Tenerife. Hótelið er nálægt miðbæ Magma.
AÐBÚNAÐUR Á TROYA HOTEL
Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði/allt innifalið
Loftkæling
Sími
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Líkamsrækt
Heilsulind
Þráðlaust internet(gegn gjaldi)
Upplýsingar
Avda. Rafael Puig Lluvina, 2 38670
Kort