Costa Adeje

Hótel Riu Buenavista  er nýuppgert  4 stjörnu hótel staðsett á  Playa  Paraiso uþb 200 m. frá Las Galgas ströndinni og státar af töfrandi sjávarútsýn.

 Hótelið  býður upp á gistingu í rúmgóðum og fallegum tveggja manna herbergjum sem ýmist eru með svölum eða verönd, flatskjá, þráðlausu interneti og baðherbergi með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörum.
 Á hótelinu er krakkaklúbbur, barnasundlaug með vatnsrennibraut, barnaleiksvæði og skemmtidagskrá sem höfða til gesta á öllum aldri.
 
Gisting:
 
Tveggja manna  rúmgóð herbergin eru ýmist með svölum eða verönd, loftkælingu, minibar, gervihnattasjónvarp (flatskjár), öryggishólf, sófa og baðherbergi með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
Fjölskylduherbergi með 2 svefnherbergi með svalir eða verönd.  Hægt er að óska eftir íbúð með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi.
 
 
Aðstaða:
 
Hótelið er nýuppgert og fallega innréttað , staðsett nállægt  strönd. Sólbaðsgarður er á hótelinu mep sólbekkjum og sólhlífum.
Á hótelinu eru 4 sundlaugar og 2 barnalaugar, þar af önnur  með vatns rennibraut, RiuLand krakkaklúbbur, RiuFit  líkamsræktaraðstaða og RiuArt smiðjan þar sem sköpunarkrafturinn getur fengið að njóta sín.
Veitingarstaðir eru 4 og barir eru í aðalbyggingu hótelsins og við sundlaugina.
Þráðlaust internet er á öllu hótleinuog 24 tíma móttaka.
 
Afþreying:
 
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa, dásamlegar strendur í nálægð við hótelið, eða fara í skoðunarferðir t.d. Teide þjóðgarðinn, Aadeje Massif og Barranco del Infierno friðlandið, eða skoða falleg þorp.
Fyrir golfarana er ekki langt í næsta golfvöll eða um 3 km.
 
Veitingar:
 
Yaiza restaurant, morgunverður, hádegisverður, og kvöldverður - hlaðborð
Mandalay  asískur veitingastaður,  opinn fyrir kvöldverð, hlaðborð. 
Dolce Vita, ítalskur veitingastaður  með hlaðborð og opinn á kvöldin.
Atlantico, hádegis og kvöldverðar hlaðborð.
Barir, í aðalbyggingu og við sundlaug.
 
Fyrir börnin: 
 
 Tvær barnalaugar, þar af önnur  með vatns-rennibraut, barnaleiksvæði og  RiuLand krakkaklúbbur sem býður upp á barnasýningar og allskyns leiki og sýningar.
 
 Staðsetning : 
 
Hótelið er í 21.4 km fjarlægð frá flugvellinum, Tenerife Sur, næsta strönd er Las Galgas, 200 metrar, Paya El Pinque 500 m.,
Play de Ajabo, sund, vatnaíþróttir matur og drykkur 550m.,  Golf Costa Adeje, 3 km., El Duque Castle 5.1 km., Plaza del Duque
verslunarmiðstöðin 5.3 km., Aqualand vatnagarðurinn 7 km., og Siam Park vatnsrennibrautargarðurinn er í ca 7.7 km. fjarlægð.
 
 
Aðbúnaður:
 
Tveggja manna herbergi
Fjölskylduherbergi
Svalir eða verönd
Sófi
Sjónvarp - flatskjár
Sími
Öryggishólf
Mini-bar
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Útisundlaugar
Barnalaugar
Krakkaklúbbur
Krakkaleiksvæði
Líkamsrækt
Skemmtidagskrá
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

c/ Horno, 35, Urb. Playa Paraíso Adeje - Tenerife - 38678

Kort