Costa Adeje

Jardin Tropical Hotel er nýlega uppgert hótel við sjávarsíðuna. Á hótelinu er mjög góð aðstaða, tvær sundlaugar og ein barnalaug, góð heilsulind, mjög stórt úrval veitingastaða og bara. Hótelið er við Costa Adeje, aðeins 100 metrum frá San Eugenio verslunarmiðstöðinni og 800m frá Siam Park.

Aðstaða
Á hótelinu eru þrjár sundlaugar sem eru opnar allt árið. 
Aðal sundlaugin er einstaklega flott, upphituð með tveimur fossum og fersku vatni. Sólbaðsaðstaðan er með sóhlífar, handklæði án auka gjalds, sólbekki og dýnur. Við hliðina á aðal lauginni er barnalaug. 
Einnig er saltvatnslaug sem er opin allt árið með flottri sólbaðs aðstöðu. 

Líkamsræktaraðstaðan eru fyrir 16 ára og eldri, með flottu útsýni yfir hafið. Þar er hægt að fara í yoga og pilates. Einnig er í boði nudd gegn gjaldi. 
Tropical Wellness er heilsulind með ýmsar meðferðir, til að mynda nudd, andlitsmeðferð og hársnyrting. 
Hægt er að fá barnapössun gegn gjaldi. 
 

Herbergin
Herbergin eru björt, nýtískuleg með suðrænar innréttingar. Öll herbergin eru með svalir eða verönd, með loftræstingu, gervinhattasjónvarpi, síma, baðherbergi með hárþurrku og slopp, Minibar, öryggishólf og frítt WiFi. 

Afþreying

Ýmis konar afþreying er í grennd við hótelið. Hægt er að bóka golf á hótelinu en nokkrir vellir eru í örfáum km frá hótelinu, til að mynda Golf Las Americas. 
Einnig er tennisklúbbur, siglingar, köfun, jet ski, hestaleiga og margt fleira í boði. 
 

Veitingar

Á hótelinu eru fimm veitingastaðir, allir með sínar áherslur. 
Laguna Food Market er með morgunverð og kvöldverð. Þeir eru með ferskt hráefni og alþjóðlega rétti. 
Burger & Crab eru staðsettir við sundlaugina. Góður veitingastaður fyrir hádegisverð eða snarl, þeir eru með létta og góða rétti. 
Ugo & Vandino eru með nútímalega ítalska rétti, ferkst og heimalagað pasta. Hægt er að borða á veröndinni. 
Las Rocas Ocean Food er veitingastaður með al a carte seðil, þar sem sjávarfang er í aðalhlutverki. 
El Churrasco er steikhús með frábærar argentískar steikur. Um helgar er lifandi tónlist. 

Einnig eru fjórir barir. 
Lava Bar er við lobbýið, þar er hægt að fá kaffi, te og kokteila. 
Tropic Pool Bar er er hægt að fá snarl og drykki.
Sunset bar er með frábært útsýni yfir hafið og La Gomera. 
Beach Club Bar er með snarl og kokteila, með sundlaug með saltvatni og útsýni yfir La Gomera. 

Upplýsingar

C/ Gran Bretaña s/n 38660 Costa Adeje Tenerife

Kort