La Siesta er gott 4ra stjörnu hótel staðsett fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni, aðeins 200 m frá sjónum. Mjög stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og skemmtistaði. Hótelið býður upp á margskonar þjónustu til að gera fríið þitt sem skemmtilegast. Það eru sundlaugar bæði fyrir börn og fullorðna og frábær sólbaðsaðstaða.
GISTING
Rúmgóð herbergi með loftkælingu, síma sjónvarpi, hárþurrku og öryggishólfi(gegn gjaldi), mini-bar og svölum. Hægt er að velja um tvíbýli eða svokölluð „Club Alexander herbergi“ en þau herbergi eru með garðsýni og eru baðherbergin betur búin, m.a. með baðsloppum.
AÐSTAÐA
Skemmtilegur og gróðursæll garður með sundlaug. Á hótelinu er þægileg og vel útbúin heilsulind þar sem er m.a. að finna nuddpott, gufubað og heilsurækt. Þar er boðið uppá nudd og ýmsar meðferðir sem stuðla að vellíðan, andlitsböð, hand- og fótsnyrtingu og margt annað til að dekra við sjálfan sig og láta sér líða vel. Á svæðinu er einnig tennisvöllur, blakvöllur, billiard- og borðtennis, auk leikvallar fyrir börn. Gestir geta fengið aðgang að þráðlausu interneti gegn vægu gjaldi.
AFÞREYING
Hótelið býður upp á daglega skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa, lifandi tónlist, dansatriði og diskótek svo dæmi séu tekin. Vikulega er síðan haldin grillveisla utandyra með lifandi tónlist og fjölbreyttri skemmtidagskrá.
VEITINGASTAÐIR
Val er um herbergi með morgunverð, hálfu fæði, fullu fæði eða öllu inniföldu. Hótelið býður upp á fjölbreytt hlaðborð frá morgni til kvölds á veitingastað hótelsins. Veitingastaðurinn El Drago sem býður upp á alþjóðlegan mat. Einnig er snakk bar á svæðinu þar sem hægt er að fá sér léttar veitingar um daginn.
FYRIR BÖRNIN
Þetta er mjög skemmtilegt fyrir börn. Nóg er um að vera í garðinum og leikvöllur fyrir hressa krakka.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni aðeins 200 metra frá sjónum. Mjög stutt í alla þjónustu, veitingastaði og skemmtistaði.
AÐBÚNAÐUR Á LA SIESTA
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Veitingastaður
Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði
Barnalaug
Heilsulind
Nuddpottur
Gufubað
Heilsulind
Tennisvöllur
Blakvöllur
Leikvöllur
Skemmtidagskrá
Lifandi tónlist
Loftkæling
Svalir/verönd
Öryggishólf
Baðherbergi
Míní-bar
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið.
Upplýsingar
Av. Rafael Puig Lluvina, 21, 38650 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn
Kort