La Caleta

H10 Costa Adeje Palace er gott 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina á Costa Adeje. Hótelið er partur af H10 hótel keðjunni. Í garðinum er góður sundlaugagarður og beinn aðgangur er frá hótelinu á La Enramada ströndina. Notaleg herbergi með svölum eða verönd og barnalaug í garðinum. ATH: yfirstandandi eru framkvæmdir í andyri og gestamóttöku hótelsins - reynt verður að lágmarka óþægindi og hávaða eins og hægt er.

GISTING 

Herbergin eru björt og rúmgóð með svölum eða verönd, sjónvarpi, loftkælingu, míní-bar og öryggishólfi. Baðherbergi með baðkari eða sturtu er í öllum herbergjum. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu eru góður sundlaugagarður með þrem sundlaugum og barnalaug ásamt aðstöðu til sólbaða. Heilsulindin Despacio er á hótelinu þar sem gestir geta farið í nudd ofl. gegn gjaldi. Þar er einnig lítil líkamsrækt, fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Frítt internet er í sameiginlegu rými og sérstakt tölvuhorn þar sem gestir geta fengið aðgang að tölvum(gegn gjaldi). Þvottahús er á hótelinu. 

AFÞREYING

Reglulega troða skemmtikraftar upp á hótelinu.

VEITINGAR 

Gestir geta valið um hálft fæði eða allt innifalið. Þrír veitingastaðir og þar af er einn a la carte. Góður sundlaugarbar, píanóbar og næturklúbbur. Veitingastaðurinn El Jable býður upp á fjölbreytt úrval af mat í hlaðborði sínu, á La Tosca snæða gestir a la carte og á Sakura Teppanyaki geta gestir gætt sér á japönskum lystsemdum. 

FYRIR BÖRNIN

Líkt og á öðrum H10 hótelum er barnaklúbburinn Daisy fyrir hressa krakka. Á kvöldin er svo dansað í miní-diskó. Skemmtilegur leikvöllur í garðinum og lítil barnalaug til að busla í. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í suðurhluta Tenerife á Costa Adeje ströndinni, sem þekkt er fyrir fallegar strendur og milt loftslag. Hótelið er 85 km frá Santa Cruz de Tenerife. 

AÐBÚNAÐUR Á COSTA ADEJE PALACE 

Tvíbýli 

Hálft fæði/allt innifalið

Svalir/verönd

Baðherbergi 

Sjónvarp

Loftkæling

Míní-bar

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Útisundlaugar 

Barnalaug 

Heilsulind

Innilaug

Líkamsrækt 

Veitingastaður með hlaðborð

A la Carte veitingastaður 

Frítt internet í sameiginlegu rými 

Þvottahús 

Hárgreiðslustofa

Tölvuhorn 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Playa La Anramada E-38670 Costa Adeje Tenerife

Kort