H10 Costa Adeje Palace er gott 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina á Costa Adeje. Hótelið er partur af H10 hótel keðjunni. Í garðinum er góður sundlaugagarður og beinn aðgangur er frá hótelinu á La Enramada ströndina. Notaleg herbergi með svölum eða verönd og barnalaug í garðinum. ATH: yfirstandandi eru framkvæmdir í andyri og gestamóttöku hótelsins - reynt verður að lágmarka óþægindi og hávaða eins og hægt er.
GISTING
Herbergin eru björt og rúmgóð með svölum eða verönd, sjónvarpi, loftkælingu, míní-bar og öryggishólfi. Baðherbergi með baðkari eða sturtu er í öllum herbergjum.
AÐSTAÐA
Á hótelinu eru góður sundlaugagarður með þrem sundlaugum og barnalaug ásamt aðstöðu til sólbaða. Heilsulindin Despacio er á hótelinu þar sem gestir geta farið í nudd ofl. gegn gjaldi. Þar er einnig lítil líkamsrækt, fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Frítt internet er í sameiginlegu rými og sérstakt tölvuhorn þar sem gestir geta fengið aðgang að tölvum(gegn gjaldi). Þvottahús er á hótelinu.
AFÞREYING
Reglulega troða skemmtikraftar upp á hótelinu.
VEITINGAR
Gestir geta valið um hálft fæði eða allt innifalið. Þrír veitingastaðir og þar af er einn a la carte. Góður sundlaugarbar, píanóbar og næturklúbbur. Veitingastaðurinn El Jable býður upp á fjölbreytt úrval af mat í hlaðborði sínu, á La Tosca snæða gestir a la carte og á Sakura Teppanyaki geta gestir gætt sér á japönskum lystsemdum.
FYRIR BÖRNIN
Líkt og á öðrum H10 hótelum er barnaklúbburinn Daisy fyrir hressa krakka. Á kvöldin er svo dansað í miní-diskó. Skemmtilegur leikvöllur í garðinum og lítil barnalaug til að busla í.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í suðurhluta Tenerife á Costa Adeje ströndinni, sem þekkt er fyrir fallegar strendur og milt loftslag. Hótelið er 85 km frá Santa Cruz de Tenerife.
AÐBÚNAÐUR Á COSTA ADEJE PALACE
Tvíbýli
Hálft fæði/allt innifalið
Svalir/verönd
Baðherbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Míní-bar
Öryggishólf(gegn gjaldi)
Útisundlaugar
Barnalaug
Heilsulind
Innilaug
Líkamsrækt
Veitingastaður með hlaðborð
A la Carte veitingastaður
Frítt internet í sameiginlegu rými
Þvottahús
Hárgreiðslustofa
Tölvuhorn
Upplýsingar
Playa La Anramada E-38670 Costa Adeje Tenerife
Kort