Costa Adeje

Labranda Suites er fallegt 4 stjörnu hótel staðsett á hinu vinsæla Costa Adeje svæði, aðeins 400 metra frá Bláfána ströndinni Playa Fanabe. Hotelið er fyrir 16 ára og eldri 

Útisundlaug, þakbar og veitingastaðir.. Nálægt hótelinu eru verslanir og veitingastaðir og Siam Park er aðeins í 1.5 km fjarlægð frá hótelinu.

 

GISTING

Svíturnar eru með stofu og svefnherbergi, stærð þeirra er um 38 fm. og stærð á svölum er um 5 fm., hámarksfjöldi í svítu eru 3 gestir.  Junior deluxe svíturnar eru með sjávarsýn, sjónvarp bæði í svefnherbergi og stofu. Baðherbergi með baðkar og sturtu, straujárn og strauborð og kaffivél.  Allar svíturnar eru með öryggishólf,síma, hárþurrku og kæliskáp.  Herbergin eru öll reyklaus.  Ath að hægt er að óska eftir herbergi fyrir hreyfihamlaða.

 

VEITINGAR

EL Paladar er hlaðborðsveitingastaðurinn. Einnig er veitingastaðurinn "La Cucina di Luigi" sem er innan hótelsins í boði fyrir gesti.

Barir: Tuqouoise sundlaugarbarinn, The Sail bar, þar sem ljúf tónlisthl´jomar, og Sunset Champagne Lounge þakbarinn sem býður upp á ljúft andrúmsloft, góða drykki og dásamlegt útsýni.

 

AFÞREYING

Balenesian sólbekkir, ljósabekkir og sundlaug, garðsvæði, verslunarsvæði er ekki langt frá  og aðeins 400 metrar niður að Fanabe ströndinni þar sem hægt er að stunda vatnasport.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upplýsingar

Av. de Bruselas, 8, 38660 Costa Adeje , Tenerife

Kort