Costa Adeje

Hovima Panorama er 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Á hótelinu eru bæði íbúðir með einu svefnherbergi og stúdíó. Í garðinum er góð aðstaða til sólbaða og sundlaug.

GISTING 

Á hótelinu eru bæði íbúðir með einu svefnherbergi og stúdíóíbúðir. Íbúðirnar og stúdíóin eru vel búin með baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Þar er einnig að finna eldhúskrók, síma, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, viftu og svalir eða verönd. Munurinn milli stúdíóíbúðarinnar og íbúða með einu svefnherbergi felst í því að stúdíóíbúðirnar eru eitt opið rými en íbúðirnar eru með einu aðskildu svefnherbergi með svefnaðstöðu. Íbúðirnar eru þrifnar 5 sinnum í viku. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug sem upphituð er yfir vetrarmánuðina ásamt barnalaug fyrir yngri gestina. Gestir geta leigt handklæði gegn vægu gjaldi. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti á hótelinu eða nálgast verarldarvefinn sér að kostnaðarlausu í gestamóttökunni. Einnig er hægt að stytta sér tíma með borðtennis og spilað billiard.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborði og á morgnanna er morgunverðarhlaðborð. Í sundlaugargarðinum er bar og einnig barinn Gomera

STAÐSETNING 

Hovima Panorama er staðsett á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Umhverfið er rólegt og stutt er í helstu þjónustu. Nokkura mínútna gangur er niður á ströndina þar sem margar fallegar gönguleiðir eru í boði. 

AÐBÚNAÐUR Á HOVIMA PANORAMA 

Útisundlaug 

 

Sólbaðsaðstaða

 

Barnalaug 

 

Borðtennis

 

Hlaðborðsveitingastaður 

 

Sundlaugarbar

 

Bar 

 

Þráðlaust internet(gegn gjaldi)

 

Íbúðir/Stúdíó

 

Eldhúskrókur 

 

Svalir/verönd

 

Baðherbergi

 

Hárþurrka

 

Sjónvarp

 

Vifta

Öryggishólf gegn gjaldi

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
 

Upplýsingar

Avda. Gran Bretana, S/N 38660 Costa Adeja, ES

Kort