Playa de las Americas

Coral Suites & Spa er gott 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett í hjarta Playa de las Americas. Flott hótel með stórum svítum en þetta hótel er einungis fyrir 18 ára og eldri. 

GISTING 

Björt og falleg herbergi þar sem ýmist er hægt að velja um svítur eða junior svítur með sjávarsýn eða sundlaugarsýn. Herbergin eru útbúin eldhúsi þar sem allt er til alls, m.a. ískáp, helluborð, brauðrist, örbylgjuofn, ketill og kaffivél. Baðherbergin er stílhrein og með góðri sturtu.

AÐSTAÐA 

Góður sundlaugagarður með tveimur sundlaugum, önnur minni en hin. Sólarbekkir og sólhlífar til staðar í graðinum, sundlaugarbar, bar, veitingastaðir, handklæði, verönd, líkamsrækt og nudd,

AFÞREYING

Billiard borð, hjólaleiga og golfvöllur innan 3 km.

VEITINGASTAÐUR 

Veitingastaður á hótelinu sem býður upp á hlaðborð eða a la carte matseðil.

FYRIR BÖRNIN 

 

Hótelið er aðeins ætlað 18 ára og eldri.

STAÐSETNING 

Mjög vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu. Aðeins um 5 min gangur á „Laugaveginn" og ströndina. 

AÐBÚNAÐUR 

Útisundlaug 

Nuddpottur 

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Ath: Þetta er reyklaust hótel frá og með 11.apr 2023

Upplýsingar

Calle Noelia Afonso Cabrera, 10, 38650 Playa de la Américas

Kort