Playa de las Americas

Hótel Gara Suites er 4 stjörnu íbúðahótel á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett alveg við Las Americas golfvöllinn. Umhverfið er notalegt, tvær sundlaugar í garðinum ásamt lítilli grunnlaug fyrir börnin, skemmtidagskrá og krakkaklúbbur: Tilvalið hótel fyrir golfara. 

GISTING 

Í boði eru nokkrar týpur af gistimöguleikum: 

Duplex með einu svefnherbergi með eða án útsýnis á golfvöll, þar má finna baðherbergi, minibar, sjónvarp, hárþurrku, verönd og frítt wifi.

Íbúð með einu eða tveimur svefnherbergjum, þar má finna baðherbergi, sjónvarp og í flestum íbúðum er eldhúskrókur og snúa þær íbúðir í norður.

Svíta með eða án útsýnis á golfvöll, þar má finna baðherbergi, minibar, sjónvarp, hárþurrku, verönd, öryggishólf og frítt wifi.

AÐSTAÐA 

Fínn garður með sólbaðsaðstöðu og tveimur sundlaugum og lítilli grunnlaug fyrir börnin. Einnig er heilsulind á hótelinu og líkamsrækt. Mikið um græn svæði og tré og svo er hægt að láta hressa upp á hárið á hárgreiðslustofu hótelsins. Frítt wifi á öllu hótelinu.

Athugið að næsti súpermarkaður er í töluverðri fjarlægð frá hótelinu og um ca 30 mín tekur að ganga niður á strönd.

AFÞREYING 

Skemmtidagskrá og krakkaklúbbur, krakkaklúbburinn er bæði innandyra og utandyra. Eins er ákveðið svæði þar sem hægt er að horfa á fótboltaleiki og aðrar íþróttir.  

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður en gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. Sundlaugarbar í garðinum þar sem hægt að fá sér smá snarl á meðan sólin skín og í móttökunni er bar/kaffihús.

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur fyrir yngstu kynslóðina og lítil grunnlaug þar sem hægt er að dunda sér yfir daginn.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á Las Americas golfvellinum á Tenerife. Um 10 mín tekur að komast á Laugarveginn með leigubíl en um 30 mín tekur að ganga á Laugarveginn.

AÐBÚNAÐUR Á GARA SUITES 

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði/allt innifalið 

Svalir 

Baðherbergi 

Sjónvarp 

Hárþurrka 

Sími 

Míní-bar

Loftkæling 

Útisundlaug

Lítil barnalaug

Sundlaugabar 

Hlaðborðsveitingastaður

Bar 

Líkamsrækt  

Frítt internet 

Krakkaklúbbur

Skemmtidagskrá 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Landa Golf, 2, 38650 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort