Puerto de la Cruz

Be Live Experience Orotava er gott 4 stjörnu hótel staðsett staðsett á NORÐURHLUTA eyjunnar, við Puerto de la Cruz. Um 200m frá ströndinni og Lago Marianez.

 

Gisting:

Herbergin eru smekkleg og hafa m.a. sjónvarp, síma, ókeypis wifi og loftkælingu. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku. Öll herbergi eru með svölum og hægt er að fá sjávar- eða fjallsýn. Einnig er loftkæling, þráðlaust net og gervihnattasjónvarp á herbergjunum. 

 

Aðstaða og afþreying:

Það eru 2 sundlaugar á hótelinu, líkamsrækt, bar, veitingastaður, ásamt því að golfvöllur og tennisvöllur eru nálægt. Kaffihús er á staðnum, ásamt snarlbar, sólahringsmóttaka, bílaleiga og billjarðborð. Einnig er boðið upp á kvöldskemmtun. 

 

Veitingar:

Á hótelinu er veitingastaðurinn La Cascada sem býður upp á hlaðborðsveitingar. Einnig er snarlbar við sundlaugarbakkann. Hægt er að velja á milli morgunverðar, hálfs fæðis eða öllu inniföldu. 

 

Staðsetning:

Hótelið er 40km frá flugvelli, 500m frá Taoro almenningsgarði, 750m frá Plaza Charco-torgi og 200m frá Playa Marianez ströndinni. 

 

Aðbúnaður:

Baðkar eða sturta

Ókeypis snyrtivörur á baðherbergi

Sjónvarp

WiFi

Loftkæling

Minibar

Hlaðborðasveitingastaður

Kaffihús

Bar

Skemmtidagskrá

2 Sundlaugar

Líkamsrækt

Stutt frá strönd

Bílaleiga

Öryggishólf

Aðstaða fyrir hreyfihamlaða

 

 

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

Upplýsingar

Av. Aguilar y Quesada, 3, 38400 Puerto de la Cruz Santa Cruz de Tenerife Spánn

Kort