Costa Adeje

Hotel Villa de Adeje Beach er gott 3ja stjörnu hótel í Costa Adeje á suðurhluta Tenerife. Í garðinum eru tvær sundlaugar og gott svæði fyrir börn. Líkamsrækt, gufubað og borðtennis. Snyrtilegar íbúðir með einu svefnherbergi. Þetta hótel hentar vel fyrir fjölskyldur. 

GISTING 

Íbúðirnar eru smekklega hannaðar með einu svefnherbergi. Þar er að finna svefnherbergi með hjónarúmi og fataskáp, stofu með svefnsófa, fullbúnu eldhúsi og baðherbergi með hárþurrku. Svalir eða verönd með garðhúsgögnum. Íbúðirnar eru þrifnar 5 daga vikunar og skipt er á rúmum 1x í viku. Einnig er hægt að velja um studio íbúðir.

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru tvær sundlaugar, þar af önnur upphituð. Þar er einnig afmarkað svæði fyrir börn og góð aðstaða til sólbaða með sólbekkjum. Gestir geta leigt sólhlífar og dýnur gegn gjaldi. Á hótelinu er einnig líkamsrækt með gufubað og leikjaherbergi með tölvum. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

AFÞREYING 

Á hverjum degi er skemmtidagskrá á bar hótelsins. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er vinalegur veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð. Í garðinum, við hlið sundlaugarinnar er bar þar sem gestir geta kælt sig niður með fljótandi veigum og léttu snarli. Inni á hótelinu er svo annar bar þar sem gestir geta fylgst með skemmtikröftum troða upp. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á suðurhluta Tenerife, á Costa Adeje svæðinu nánar tiltekið í san Eugenio. Hótelið er einungis 500 metra frá frábærri smábátahöfn sem ber nafnið Puerto Colon og Torviscas ströndinni. Stutt er í búðir og veitingastaði. Strætóstoppistöð er einungis nokkra metra frá hótelinu.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL VILLA DE ADEJE BEACH 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sólhlífar 

Upphituð sundlaug 

Bar 

Sundlaugabar 

Skemmtikraftar 

Veitingastaður 

Allt innifalið

Íbúðir með einu svefnherbergi

Eldhús 

Stofa 

Svefnsófi 

Svalir/verönd 

Ísskápur 

Sjónvarp

Sjónvarpsherbergi 

Borðtennis

Squash 

Líkamsræktaraðstaða

Gufubað

Nuddpottur

ATH

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá kl 10-16 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

 
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 

Upplýsingar

Kort