Lloret de Mar

Trimar er mjög vel staðsett 3 stjörnu íbúðahótel aðeins um 400 metrum frá Lloret de Mar ströndinni og um 150 metrum frá miðbænum. Þetta hótel hentar vel fólki sem kýs að verja deginum á ströndinni frekar en í sundlaugagarðinum. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Einfaldar en rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru vel útbúnar eldhúsi með ísskáp, eldavél, örbylgjuofni, te- og kaffivél.  Svalirnar í íbúðunum eru mjög litlar. Allar íbúðirnar eru með loftkælingu, sjónvapi, síma og öryggishólfi (gegn gjaldi).

AÐSTAÐA

Lítill sundlaugagarður með ágætis sólbaðsaðstöðu og lítilli sundlaug. Snakkbar er í garðinum en er aðeins opinn í júlí og ágúst. Þetta hótel hentar vel fólki sem kýs að verja deginum á ströndinni frekar en í sundlaugagarðinum.

AFÞREYING

Mikil afþreying er á svæðinu sem auðvelt er að komast í en þar má nefna golf og úrval vatnasporta. Örstutt í ströndina og miðbæinn.

STAÐSETNING

Gistingin er staðsett um 400 metrum frá Lloret de Mar ströndinni og um 150 metrum frá miðbænum. Um 1 klukkustund og 15 min tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona og í íbúðina.

AÐBÚNAÐUR Á TRIMAR APARTMENTS

Sundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Snakkbar

Loftkæling

Svalir

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

JOAN BAUTISTA LAMBERT 18 Lloret de Mar, 17310 Spain

Kort