Costa Adeje

 

UPPLIFUN

 

3ja stjörnu íbúðahótel á Costa Adeje strandhlutanum. Íbúðirnar eru byggðar umhverfis góðan sundlaugargarð. Hótelið er staðsett ofarlega í bænum, í San Eugenio hverfinu, við götu þar sem stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og krár.

 

VISTARVERUR

 

Á hótelinu eru 178 íbúðir allar með einu svefnherbergi og stofu. Íbúðirnar eru snyrtilegar með eldhúskrók þar sem er, eldavél með ofni, örbylgjuofn, lítill kæliskápur, sími og baðherbergi en öryggishólf þarf að leigja gegn gjaldi.

 

AÐSTAÐA

 

Sundlaugargarður hótelsins er með sundlaug og barnalaug og góðri sólbaðsaðstöðu þar sem sólbekkir eru ókeypis. Í garðinum er snakkbar með létta rétti og samlokur. Lítill súpermarkaður er á hótelinu og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.

 

AFÞREYING

 

Við sundlaugina er skemmtidagskrá með íþróttaívafi á daginn. Internetaðgangur er í gestamóttöku hótelsins.

 

VEITINGASTAÐIR

 

Einn hlaðborðsveitingastaður er á hótelin með morgun- og kvöldmat ásamt sundlaugarbar þar sem hægt er að fá léttan mat á daginn.

 

FYRIR BÖRNIN

 

Skemmtidagskrá hótelsins á daginn er stundum miðuð að þörfum barna.

 

STAÐSETNING

 

Laguna Park 1 er ofarlega á Costa Adeje, í San Eugenio hverfinu þar sem fjöldi léttra veitingastaða og kráa er í næsta nágrenni og stutt í alla þjónustu. Stutt er í allar áttir þ.m.t í Aqualand, vatnsrennibrautagarðinn og um 500 m (göngustígur) á litlu Pinta ströndina og smábátahöfnina Colón. Frá hótelinu er boðið uppá ferðir inná Las Americas ströndina svo og akstur á Adeje ströndina.

 

Upplýsingar

Avda. De Los Pueblos. N26 38660 Costa Adeje Tenerife

Kort