Golf del Sur

Sunningdale Village er falleg þriggja stjörnu íbúðagisting staðsett í Golf del Sur. Góður sundlaugagarður með sólbaðsaðstöðu og hægt að leigja handklæði í garðinum. Í garðinum er einnig mini-golf, leikvöllur fyrir börn og tennisvöllur.

GISTING 

Íbúðir fyrir 2 og íbúðir fyrir 3-4 eru í boði. Íbúðirnar eru búnar helstu þægindum með svölum eða verönd. Þar er að finna sjónvarp, síma, öryggishólf(gegn gjaldi), þvottavél, salerni, baðkar eða sturtu og lítið eldhús. Í eldhúsinu er ískápur, örbylgjuofn, kaffivél ofl. Athugið að ekki er loftkæling, einungis vifta. 

AÐSTAÐA 

Góður sundlaugagarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaugin er upphituð yfir vetrartímann. Hægt er að fá leigð handklæði í garðinum og kostar það um 2 evrur. Á sameiginlegu svæði í garðinum er mini-golf, poolborð og tennisvöllur. Frítt internet er í sameiginlegu rými. 

AFÞREYING 

Þessi staðsetning er tilvalin fyrir kylfingana, en í þessum rólega bæ er að finna tvo glæsilega golfvelli, Amarilla Golf og Golf del Sur völlinn sjálfan. Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGAR 

Gestir velja um íbúðir án fæðis, með morgunverð eða hálft fæði. A la Carte veitingastaður er við hótelið þar sem boðið er upp á alþjóðlega matseld, auk þess sem það er lítil matvörubúð á hótelinu. Ekki er um hlaðborðsveitingastað að ræða heldur er pantað af matseðli, ef t.d. steik eða pasta með sjávarfangi er pantað þarf að greiða sérstaklega fyrir það, eins ef ábót á kaffi er pöntuð þá er greitt aukalega. 

FYRIR BÖRNIN

Barnaklúbbur er á hótelinu fyrir 4-11 ára og leiksvæði fyrir börnin.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í bænum Golf del Sur. Golf del Sur er rólegur bær á suðurhluta Tenerife og aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum. Fiskiþorpið Los Abrigos er í um 20 mín göngfæri meðfram ströndinni og Los Cristianos bærinn er í um 20 mín akstursfjarlægð. Næsti bær við er Los Abrigos, sem er þekktur fyrir skemmtilegt svæði við höfnina og státar af einum af bestu veitingastöðum eyjunnar, en hægt er að ganga meðfram sjávarsíðunni út að þeim bæ. Við hótelið er þó nokkurt úrval veitingastaða og kaffihúsa en San Blas hverfið er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu, þar er að finna verslanir og frábæra veitingastaði. Einnig ganga strætóar rétt hjá hótelinu til Los Cristianos.

Athugið að vegna staðsetningar hótelsins getur verið ónæði af flugumferð á vissum tíma dags.

AÐBÚNAÐUR Á SUNNINGDALE VILLAGE 

Íbúðir 

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Sjónvarp

Sími 

Þvottavél 

Útisundlaug

Leikvöllur

Skemmtidagskrá 

Barnaklúbbur 

Veitingastaður a la carte 

Mini-golf 

Pool

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Golf del Sur 38620 San Miguel de Abona Tenerife Spain

Kort