Alicante

Hótel Maya er gott 3ja stjörnu hótel staðsett stutt frá mörgum áhugaverðum stöðum svo sem Santa Barbara kastalanum, listasafni og Plaza Mar verslunarmiðstöðinni og um 750 metra frá ströndinni. Snyrtilegur sundlaugagarður og líkamsræktarstöð. 

GISTING

Snyrtileg og rúmgóð herbergi búin öllum helstu þægindum til þess að gera dvölina sem notalegasta. Þar er t.d. loftkæling, frítt, þráðlaust net og öryggishólf. Baðherbergi með hátalara. Gestir geta leigt barnarúm og straujárn. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er snyrtilegur garður með sundlaug og barnasundlaug fyrir yngri gestina. Við sundlaugina er bar. Líkamsræktarstöðin er opin allan sólahringinn, einnig er hægt að fara í skvass, körfubolta og margt fleira.

VEITINGAR

Á hótelinu er góður veitingastaður, einnig er hægt að njóta útsýnis og slaka á og fá sér drykk.

FYRIR BÖRNIN  

Barnalaug fyrir börnin. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í seilingarfjarlægð frá mörgum áhugaverðum stöðum á Alicante. Stutt er í hina fallegu Postiguet strönd(750 m) og Plaza Mar II verslunarmiðstöðina, listasöfn ofl. Nóg er um að vera í nágrenni hótelsins og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL MAYA

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Barnalaug 

Snarlbar 

Bar 

Verönd 

Sólarhringsmóttaka

Veitingastaður 

Loftkæling 

Internet 

Tvíbýli

Baðherbergi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
 

Upplýsingar

Canónigo M.L Penalva s/n Alicante

Kort