Playa de las Americas

Marola Portosin er 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett í um 600 metra frá ströndinni á Playa de las Amerícas á suðurhluta Tenerife. 

GISTING 

Val er um nokkrar gerðir af íbúðum. Stúdíóin eru fallega hönnuð í björtum litum búnar helstu þægindum. Þar er að finna svalir eða verönd, eldhúskrók og sjónvarp. Þessi tengund gistingar hentar best fyrir par eða tvo einstaklinga. Í boði er að bóka stúdíó með sundlaugarsýn gegn gjaldi.
Íbúðir með einu svefnherbergi henta vel þremur fullorðnum eða tveimur fullorðnum og tveimur börnum. Þar er að finna aðskilið svefnherbergi og í stofu er svefnsófi. Í íbúðunum er einnig að finna svalir eða verönd, sjónvarp, baðherbergi með hárþurrku og eldhúskrók. Einnig er í boði Íbúðir með tveimur svefnherbergjum sem henta vel stærri fjölskyldum eða fjórum fullorðnum og tveimur börnum. Þar er að finna tvö svefnherbergi og svefnsófa í stofu. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er rúmgóð sundlaug og aðstaða til sólbaða ásamt sundlaugarbar. Á hótelinu er einnig að finna billjardborð og borðtennisborð.  

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem býður upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð. 

STAÐSETNING 

Marola Portosin er staðsett um 600 metra frá Playa de las Américas ströndinni og 3 kílómetra frá Las Américas golfvellinum 

AÐBÚNAÐUR Á MAROLA PORTOSIN 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Lyfta

Stúdíó 

Íbúðir með 1/2 svefnherbergjum

Baðherbergi 

Hárþurrka 

Eldunaraðstaða 

Svalir / verönd 

Baðkar 

Ísskápur 

Ketill

Öryggishólf 

Borðtennis 

Billjard 

Þrif 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

 

 

Upplýsingar

Avenida Antonio Dominguez 20 | Tenerife, 38650 Playa de las Americas, Tenerife, Spain

Kort