El Medano

Arenas del Mar er 4 stjörnu hótelgisting, staðsett í bænum El Medano á syðsta hluta Tenerife. Bærinn El Medano er þekktur fyrir sjóíþróttir.

GISTING 

Arenas del Mar er einföld en smekklega innréttuð hótelgisting á suðurhluta eyjunnar Tenerife í bænum El Medano. Hótelið er allveg við strandlengjuna með góðum vistarverum og í um 10 - 15 mínútna gangi frá miðbæ El Medano. Bærinn er þekktur fyrir sjóíþróttir af öllum toga og einnig er þar að finna skóla og kennslu í flest öllu því sem viðkemur íþróttum og sjó. El Medano er einstaklega fallegur og sjarmerandi Tenerífskur fiskimannabær, með skemmtilegu andrúmslofti og frábærum starnsvæðum, en þau eru þau stærstu á eyjunni. Við El Medano er svo að finna Montana Roja, syðsta odda eyjunnar, en þar er mikið af fallegum gönguleiðum meðfram sjávarsíðunni. Skemmtilegir veitingastaðir, kaffihús og barir toppa svo þennan einstaka bæ. Ath að hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.

AÐSTAÐA 

Í garðinum er ein sundlaug me' fallegu útsýni yfir sjóinn. Heilsulind með öllu tilheyrandi er einnig að finna á hótelinu.

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er hlaðborðs veitingastaður og snarlbar við laugina. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í El Medano, allveg við sjóinn í um 10 mínútna akstri frá flugvellinum 

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet er við gestamóttöku

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. Europa, 2, 38612 El Médano, Santa Cruz de Tenerife, Spain

Kort