Denia

Port Denia er fínt 3 stjörnu hótel staðsett í fallega bænum Denia sem er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Alicante. Hótelið er staðsett í um 2 min fjarlægð frá ströndinni. ATH að ekki er boðið upp á akstur frá flugvelli til Denia.

GISTING 

Herbergin er stílhrein og einföld. Baðherbergið hefur baðkar, hárþurrku, salerni og ókeypis snyrtivörur. Á herberginu er loftkæling, öryggishólf gegn gjaldi og sími.

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug sem og setlaug, sundlaugarbar og heilsulind en þar er heitur pottur og líkamsrækt. 

AFÞREYING

Á hótelinu er heilsulind og einnig líkamsræktaraðstaða og hægt er að spila borðtennis. 

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð, einnig er bar/kaffitería.

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtidagskrá er fyrir börnin sem og leiksvæði. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í Denia en það er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Alicante.  ATH að ekki er boðið upp á akstur frá flugvelli til Denia.

AÐBÚNAÐUR Á PARQUE CRISTOBAL

Útisundlaug 

Setlaug

Innilaug

Nuddpottur 

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Skemmtidagskrá

Móttökuþjónusta

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Heilsulind

 

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Carretera Denia-Javea, 48, 03700 Dénia, Alicante, Spain

Kort